Freisting
Kanntu fisk að elda?
Á heimasíðu Matarlist.is ber að líta grein eftir hana Hönnu Friðriksdóttur um hvernig auka megi vinsældir fiskafurða.
Hér að neðan er svo pistill hennar Hönnu:
Ég las í sumar grein í dagblaði þar sem sagt var frá rannsóknarververkefni um hvernig auka megi vinsældir fiskafurða. Niðurstöður rannsóknarinnar verða svo kynntar í haust. Það er staðreynd að fiskneysla hefur minnkað um þrjátíu prósent á seinustu árum, sérstaklega meðal ungs fólks og segja aðstandendur verkefnisins að ungu fólki finnist oft umræðan um fisk á Íslandi vera í neikvæðari kantinum, mest sé talað um kvótakerfi og hvað fiskur sé dýr.
Það sem sárvanti segja aðstandendur rannsóknarinnar vera fræðslu og uppskriftir. Hvað matreiðslu varðar á fiski töldu fæstir þeir sem talað var við í tengslum við verkefnið kunna að undirbúa og matreiða fisk, hvað þá þekkja ferskleika, gæði eða mun á fisktegundum. Þetta nær náttúrlega ekki nokkurri átt að Íslendingar sem búa yfir einu því besta fiskmeti sem völ er á í heiminum skuli ekki bera meiri virðingu eða þekkja meira til þess.
Ég vitna í þessu sambandi í orð kokk mánaðarins á matarlist.is sem segir í nýlegu viðtali við Morgunblaðið: „Ég held við verðum að breyta hugsunarhættinum – að horfa öðruvísi á þetta frábæra hráefni sem við höfum í höndunum. Eins vil ég sjá matarsagnfræði kennda í grunnskólum. Að íslensk ungmenni verði frædd um íslenskan mat. Á Ítalíu þekkja börn osta síns héraðs. Hvað vita íslensk ungmenni um mysing?“
Í sama viðtali kemur og fram að engin fiskbúð er rekin í höfuðstað norðurlands sem verður að teljast nær hneykslanlegt. Októbermánuður verður helgaður fiski og öðrum eðal íslenskum afurðum og mun þannig leggja sitt af mörkum í fiskuppskriftabankann. Uppskriftin hér inniheldur reyktan silung, íslenskar ferskar kryddjurtir og geitaost.
Geitaostur
Fáir vita að íslenska geitin er fyrsta afurðin sem fær formlega skráningu Slow Food í Bragðörkina (presidia). Geitastofninn er í útrýmingarhættu, enda er hann ekket nýtur til matvælaframleiðslu. Í gegnum aldirnar var geitaostur hins vegar unninn í sveitum landsins, en með tilkomu rjómabúanna og samþjöppun í framleiðslu sem átti sér stað á fyrri hluta 20. aldar, voru völdin tekin af bændum og í framhaldi af því lagðist ostaframleiðsla í sveitum landsins af.
Þetta er mikil synd því geitaostur þykir einn af bestu ostunum og er talinn almennt til lúxus sælkeravarnings, sbr. hinn franski bûche og hin ítalska robiola frá Roccaverano. Geitaostar eru til á öllum þroskastigum, allt frá snjóhvítum brothættum ferskostum, til þroskaðra og bragðsterkra harðosta.
Geitaostar hafa það einnig fram yfir osta úr kúamjók að þeir eru mun auðmeltanlegri og skapa mun minni hættu fyrir mjólkurofnæmi auk þess að inniahalda mun meira af kalki og míneralsöltum en kúaostar. Þeir innihalda einnig mun færri kaloríur en kúaostar og eru léttari í sér auk þess að vera bragðskarpari. Nýverið var kynnt niðurstaða verkefnis sem fól í sér framleiðslu á ostum úr íslenskri geitamjólk og er það fagnaðarefni.
Vonandi mun þetta framtak verða hvatning til nýsköpunar á íslenskum sveitabæjum. Hingað til hafa fæstir getað staðið undir þeim kröfum sem settar eru til að heimaframleiðsla geti farið fram, því mikill kostnaður fylgir slíku oft á tíðum. Vonandi verður komið til móts við bændur og þeim gert kleift fyrir alvöru að nýta geitamjólkina í ostaframleiðslu. Slíkt myndi auðga ekki bara matarmenningu þjóðarinnar, heldur vera mikilvægt skref í nýsköpun í íslenskum landbúnaði.
© 2006 Hanna Friðriksdóttir
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi