Freisting
Coca-Cola áfram verðmætasta vörumerki heims
Coca-Cola er verðmætasta vörumerki heims, fimmta árið í röð, samkvæmt árlegri könnun alþjóðlegu ráðgjafarstofnunarinnar Interbrand.
Er vörumerki Coca-Cola metið á 67 milljarða dala, jafnvirði 4900 milljarða króna. Microsoft er í öðru sæti, metið á 57 milljarða dala og IBM er metið á 56 milljarða dala.
Bandarísk fyrirtæki eru áberandi á listanum yfir verðmætustu vörumerkin en finnski farsímaframleiðandinn Nokia komst aftur í hóp 10 verðmætustu vörumerkjanna, er í 6. sæti og metinn á 30 milljarða dala.
Bandaríski bílaframleiðandinn Ford lækkaði á listanum en verðmæti vörumerkisins lækkaði um 16% milli ára. Þá lækkaði verðmæti Gap um 22%. Segir Interbrand að Ford hafi mistekist að verja vígi bandarískra bílaframleiðanda fyrir sókn erlendra framleiðenda inn á Bandaríkjamarkað.
Verðmæti nafns Kodak hefur lækkað um 12% milli ára, að sögn vegna aukinna vinsælda stafrænna myndavéla. Kóresk fyrirtæki hækka töluvert milli ára. Samsung er í 20. sæti og Hyundaibílar í því 75.
Hástökkvarinn á listanum er hins vegar bandaríska netveitan Google en verðmæti nafnsins jókst um 46% milli ára og er í 24. sæti.
Verðmætustu vörumerkin:
Coca-Cola, 67 milljarðar dala
Microsoft, 57 milljarðar dala
IBM, 56 milljarðar dala
General Electric, 48 milljarðar dala
Intel, 32 milljarðar dala
Nokia, 30 milljarðar dala
Toyota, 28 milljarðar dala
Disney, 28 milljarðar dala
McDonald’s, 27 milljarðar dala
Mercedes, 22 milljarðar dala
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn





