Vertu memm

Freisting

Hafnfirskur mafíustaður undir tælenskum áhrifum

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Badabing hefur verið opnaður í Hafnarfirði. Nafn staðarins er mörgum kunnuglegt enda ber strippbúllan sem mafíufélagarnir úr Sopranos-þáttunum sækja reglulega sama nafn.

„Nafnið er vissulega fengið úr sjónvarpsþáttunum og lógó staðarins er fengið úr myndunum um Guðföðurinn,“ segir Sturla Jensson, rekstrarstjóri Badabing í samtali við Fréttablaðið.

Staðurinn stendur við Flatahraun, beint á móti Kaplakrika, heimavelli FH. „Stuðningsmannalið FH í fótboltanum kallar sig Mafíuna og þannig varð tengingin við Sopranos og Guðföðurinn til,“ útskýrir Sturla sem á þó ekki heiðurinn af nafninu heldur Árni Björn Árnason, eigandi Badabing.

Þótt nafn staðarins hafi tengingu mafíuna er ekki að finna hefðbundnar ítalskar kjötböllur að hætti mafíunnar heldur tælenskan mat. „Við opnuðum sama dag og heimsmeistaramótið í fótbola byrjaði, þann 9. júní, og það hefur verið mikið að gera síðan þá,“ segir Sturla en auk tælensku réttanna býður Badabing upp á pizzur, fisk- og ísrétti og grill. Þá geta gestirnir einnig fylgst með fótboltaleikjum á risatjaldi.

Sturla rekstarstjóri segir það ekki á dagskrá að breyta hinum hafnfirska Badabing í strippbúllu eins og fyrirmyndin í Sopranos. „Nei, það kemur ekki til greina.“

 

Greint frá á visir.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið