Vertu memm

Uncategorized @is

Grillmarkaðurinn – Svakalegur

Birting:

þann

Vel var tekið á móti okkur af Ómari og Elíasi og byrjuðu við að sjálfsögðu á barnum hjá Halla og þar sem við rommhundarnir vorum eitthvað hýrir á því og var ákveðið að panta sér hanstél, Hindberjamojito sem var prýðisgóður og svo til að halda aðeins í rokkið var pantaður einn Guns´n Roses sem var fanta góður, ekki of sætur með smá kaniltwisti.

Við báðum um að eldhúsið myndi ráða ferðinni með ca. 7-8 rétti. Pöntuðum svo eina hvítvín og rauðvín, Chile vínið Montes Alpha Chardonnay og svo Rioja klaustursvínið Baron de Ley Finca Montasterio.

1 réttur. Brakandi harðfiskur og smokkfiskur

1 réttur.
Brakandi harðfiskur og smokkfiskur

Ljómandi fínn réttur, brakandi stökkur „grænn“ harðfiskur og tartarsósan mjög góð, bjór hefði hentað þessum rétti betur en vín, þá einhvern góðan frá Borg t.d Snorra íslenskt öl myndi smella vel við þennan rétt.

 

2 réttur. Léttsteikt Hrefna, chilipiparþræðir og laukvinaigrette

2 réttur.
Léttsteikt Hrefna, chilipiparþræðir og laukvinaigrette

Fullkominn eldun á Hrefnunni, lúnamjúk með þægilegum grillkeim, Montes hvítvínið gott með þessum en Baron de Ley rauðvínið steinlá með þessum rétti þó gat vinaigrette-ið truflað vínið ef mikið væri notað af því.

 

3 réttur. Grillaðir kjúklingavængir á spjóti með heimalöguðu hnetusmjöri.

3 réttur.
Grillaðir kjúklingavængir á spjóti með heimalöguðu hnetusmjöri.

Í fyrstu leist mér ekkert á þetta, en guð hvað þetta var gott, hnetusmjörið var sleikt af disknum. Montes Alpha hvítvínið smellpassaði hér.

 

4 réttur. Ekta sveitasælusalat, grillaður kjúklingur, beikon, sólþurrkaðar ólífur og vínber.

4 réttur.
Ekta sveitasælusalat, grillaður kjúklingur, beikon, sólþurrkaðar ólífur og vínber.

Þessi réttur stóð undir nafni.

 

5 réttur. Grillaður aldarmótakarfi, borinn fram með snjókrabbasalati, grænmetisspjóti og grillaðri appelsínu.

5 réttur.
Grillaður aldarmótakarfi, borinn fram með snjókrabbasalati, grænmetisspjóti og grillaðri appelsínu.

Flottur réttur, fín eldun á fiskinum, ferskt og gott krabbasalat og marinering á karfanum mjög bragðsterk en rétturinn mildaðist allur við að kreista appelsínuna yfir, bæði vínin Montes Alpha Chardonnay og Baron de Ley Finca Monasterio voru hrikalega flott með þessum rétti.

 

6 réttur. Kolagrilluð íslensk Ali önd með portobello, sætkartöflukrókettu, uxahala, BBQ gljáa og mangósalat.

6 réttur.
Kolagrilluð íslensk Ali önd með portobello, sætkartöflukrókettu, uxahala, BBQ gljáa og mangósalat.

Frábær réttur, æðisleg eldun á öndinni, mangósalatið gerði réttinn rosalega ferskan og léttleikandi.

 

7 réttur. Nauta Rif Auga með sveppagljáa, hvítlauk, sveppir, maís og spínat.

7 réttur.
Nauta Rif Auga með sveppagljáa, hvítlauk, sveppir, maís og spínat.

Þessi réttur náttúrlega bara steinliggur, alvöru grillbragð, fullmeyrnað, fullkomin steiking og bragðsterkur sveppagljái og vínið Baron de Ley Finca Monasterio var bara eins og búið til fyrir nautakjötsrétti.

 

8 réttur. Eftirréttur

8 réttur.
Eftirréttur

Hér kom sannarlega punkturinn yfir i-ð, súkkulaði Grillmarkaðsins sem er kúla fyllt með súkkulaðihúðuðum rise-crispies, mascapone kremi og kaffi ís, súkkulaði brownie, karamellusósu og svo var creme brúlée, fersk ber og tvær tegundir af sorbet.

Niðurstaða:

Þjónusta og maturinn frábært, skilvirk, allir brosandi og réttirnir vel útskýrðir þ.e. framsetning á matnum er helvíti flott og ekki verið að setja of mikið af hráefnum á réttina. Flottur vínlisti þó svo að ég persónulega finnst betra að fara í gegnum hann eftir löndum en ekki þrúgum. Það er gífurlega skemmtilegt að koma á Grillmarkaðinn, staðurinn nánast alltaf kjaftfullur og skemmtileg stemmning sem setti okkur vinina heldur betur í gírinn.

 

Myndir tók Einar Eskimói

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið