Pistlar
Sverrir Halldórs á fleygiferð á Autobahn á leið til Prag
Á heimasíðu Klúbb Matreiðslumeistara bera að líta skemmtilega grein frá honum Sverri Halldórssyni, en hann er einsog hann kallar það á fleygiferð á Autobahn á leið til Prag.
Hér er greinin hans sem birt var 17. júní árið 2006:
Á fleygiferð á Autobahn á leið til Prag
og það í ráðherraútgáfu af Skoda
Þannig byrjaði dagurinn í Frankfurt, þennan dag eftir flug frá Íslandi og sá sem er við stýrið er Þórir Gunnarsson veitingamaður á restaurant Reykjavík í Prag og ræðismaður Íslands í Tékklandi. Leiðin lá í gegnum Wurzburg þar sem við áðum á truck drivers place og fengum okkur þýskan snilla og var hann bara fínn. Áfram héldum við framhjá Nurneburg og áfram að landamærunum, þar í gegn án vandræða (sem betur fer) og áfram fram hjá Plzen og til Prag.
Fóru næstu dagar í að átta sig á staðháttum og einn daginn fór ég í fótspor Góða Dátans Sveikj og fór á restaurant Sveikj þar sem minning hans er í hávegum höfð og fékk mér týpískan Tékkneskan snitzel og það sem kom á borðið var snillinn að sjálfsögðu á disk, soðnar kartöflur, sítrónubátur og saxaður blaðlaukur. Fyrir þessi herlegheit þurfti að borga 190 T kr sem er um 600 kr íslenskar og merkilegt nokk þetta var bara þrælgott.
Ég fer í þjálfun í World Class stöðinni á Mariott hótelinu hér í Prag og er öll aðstaða frábær og þær kunna sko að nudda hér, ekki síðri en í Malasíu.
Ég þurfti að fara á Hótel í 3 nætur, þar sem það er gestkvæmt hjá Þórir og það á Lykilhótel, já þið lásuð rétt, Holiday Inn Express, 80 herbergja hótel virkilega snyrtilegt og gott að dvelja á, svo á morgnana sat maður í morgunmat með Jóni Ragnarsyni fyrrverandi veitingamanni og spjallaði um veitingabransann heima og hér í Mið-Evrópu, en sonur Jóns er stjórnarformaður hótelsins.
Í dag fór ég að skoða RadissonSAS Alcron hér í Prag og viti menn, haldið þið ekki að vinur minn (eins og Siggi Hall myndi segja) Gordon Ramsey sé ekki með gestamatseðill á Alcron veitingastaðnum, sem er talinn einn sá besti í Prag og mun ég segja frá ferð minni á hann í næsta bréfi.
Hér er aspas season á fullu og keppast staðirnir hver um annan þveran i boðum á réttum löguðum úr, hvort sem er hvítum eða grænum Spergli. Einnig mun ég segja frá ástæðu þess að ég er í Prag í næsta bréfi.
Kveðja Sverrir Halldórsson
Greint frá á KM síðunni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana