Freisting
MATVÍS-Golf 2006
Golfmót MATVÍS verður haldið á Garðsvelli á Akranesi, þriðjudaginn 20 júní n.k. Ræst verður út á öllum teigum klukkan 11.00.
Í ár, eins og á síðasta ári, verður keppt í tveimur flokkum, það er forgjöf 0-12 og 13-24. og spilað eftir punktakerfi.
Veitt verða glæsileg verðlaun í báðum flokkum og auk þess verða verðlaun fyrir besta skor, lengsta teighögg og nándarverðlaun. Í verðlaun fyrir þrjá efstu í hvorum flokki verða ECCO skór.
Mótsgjald er kr. 2.300 og innifalið í því er rútuferð á skagann og heim aftur, matur og að sjálfsögðu golfið sjálft.
Rúta fer frá Stórhöfða 31 kl. 9.30 stundvíslega.
Þátttöku skal tilkynna eigi síðar en kl. 12 á hádegi 15. júní. í síma 580-5200 eða með rafpósti, [email protected] og þá skulu fylgja upplýsingar um, klúbb leikmanns, forgjöf, hvort leikmaður ætlar með rútu og einnig kennitala leikmanns.
Verð er eins og fyrr segir kr. 2.300 sem skal leggja á reikning MATVÍS.
Kennitala MATVÍS er 500796-3089 Banki 537 Höfuðbók 26 Reikningur 591
Ath: Mótið er eingöngu fyrir MATVÍS félaga.
Á slóðinni hér má sjá tölvumyndir af brautunum.
Greint frá á heimasíðu Matvís
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólatilboð á Segers vörum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember