Freisting
Heiðursviðurkenning fyrir norrænan mat og matarger
Lise Lykke Steffensen landbúnaðarráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni fékk heiðursviðurkenningu Dönsku matreiðsluakademíunnar fyrir störf sem tengjast matreiðslu og norrænum mat og matargerð.
Lise Lykke Steffensen sem er landbúnaðarráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni þar sem hún fer með ábyrgð á norræna genabankanum, var í síðustu viku afhent heiðursviðurkenningu Dönsku matreiðsluakademíunnar fyrir starf sitt við kynningu á norrænum mat og matargerð og einnig það starf sem hún hefur unnið við svonefnda slow-food-hreyfingu í Danmörku.
Steffensen var ein af átta, sem fengu heiðursviðurkenningu að þessu sinni. Viðurkenningarnar voru fyrir ölgerðarlist, ávaxtarækt, gott brauð, góða eldamennsku, uppsetningu verslana og betri skólamáltíðir.
Norræna ráðherranefndin setur af stað eigið verkefni sem mun fjalla um nýjan norrænan mat og matargerð í framhaldi að svonefndri Árósayfirlýsingu og stórri ráðstefnu sem nefndist Norræn matargerð.
Greint frá á heimasíðu Norrænu ráðherranefndinni.
Mynd: Norræna ráðherranefndin
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro