Vertu memm

Freisting

Fyrsti íslenski lífræni bjórinn framleiddur á Akureyri

Birting:

þann


Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri Túns afhendir
Baldri Kárasyni Bruggmeistara vottorðið frá Túni
 
Nú fyrr í sumar fékk Víking Ölgerð á Akureyri fyrst íslenskra ölgerða lífræna vottun frá vottunarstöðinni Tún.  Vottunin hefur mikið gildi fyrir Víking Ölgerð sem nú hefur framleitt fyrsta íslenska bjórinn þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu lífrænt ræktuðu hráefni auk þess sem framleiðsluferlið hefur verið vottað af fagaðilum. Lífrænar aðferðir draga úr hættu á ýmiskonar mengun í matvælum enda kornið framleitt án eiturefna og tilbúins áburðar.

Bjórinn er bruggaður eftir hefðum frá Pilsen í Tékklandi og ber nafnið Pils Organic.  Bjórinn er ljós á litinn og í hann er notað mikið af humlum sem gefur bæði gott bragð og lykt ásamt sérstöku eftirbragði.  Bruggmeistarinn Baldur Kárason á heiðurinn af þessum nýja bjór sem eflaust á eftir að verða vel tekið.  Pils Organic er eingöngu seldur í glerflöskum og er fáanlegur í Vínbúðum í Kringlunni, Skútuvogi og Heiðrúnu við Stuðlaháls, auk þess sem hann er fáanlegur á betri veitingastöðum og börum um allt land.

Víking Ölgerð á Akureyri fer ótroðnar slóðir þegar kemur að vörulínunni Íslenskur úrvals, en Pils Organic er annar bjórinn undir þessari línu.  Fyrsti bjórinn var Stout sem einnig var fyrsti Stout sem framleiddur hafði verið á Íslandi.  Nú er Stout fáanlegur í fjölmörgum Vínbúðum og veitingastöðum bæði í glerflöskum og á krana.

Greint frá á Pressan.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið