Vertu memm

Sigurður Már Guðjónsson

Ísam kaupir Eggert Kristjánsson

Birting:

þann

Eggert Kristjánsson hf. - Skútuvogi 3

Íslensk-Am­er­íska (Ísam) hef­ur fest kaup á rekstri heild­versl­un­ar­inn­ar Eggert Kristjáns­son ehf. Fyr­ir­tækið kaup­ir Ísam af Leiti eign­ar­halds­fé­lagi en það er meðal ann­ars í eigu Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar, sem oft­ast er kennd­ur við Su­bway. Hann keypti Eggert Kristjáns­son árið 2013 ásamt þeim Hall­grími Ing­ólfs­syni, fyrr­um fram­kvæmda­stjóra Byggt og búið, og Páli Her­manni Kol­beins­syni, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Kaup­in eru gerð með fyr­ir­vara um áreiðan­leika­könn­un og samþykki sam­keppn­is­yf­ir­valda.

Á vef Morgunblaðsins mbl.is kemur fram að velta Eggerts Kristjáns­son­ar nam í fyrra um 1,4 millj­örðum króna. Fyr­ir­tækið hef­ur sér­hæft sig í inn­flutn­ingi og dreif­ingu á mat­vöru og búsáhöld­um til mat­vöru­versl­ana, veit­inga­húsa og annarra. Þá flyt­ur fyr­ir­tækið einnig inn snyrti­vör­ur og fæðubót­ar­efni. Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 20 manns.

Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Ísam, seg­ir að kaup­in bygg­ist á áhuga fyr­ir­tæk­is­ins á þeim viðskipta­sam­bönd­um sem Eggert Kristjáns­son búi yfir.

„Þarna eru mörg öfl­ug evr­ópsk umboð á mat­væla­sviðinu sem falla mjög vel að okk­ar vöru­vali. Þá starfar hjá fyr­ir­tæk­inu margt öfl­ugt starfs­fólk sem við höf­um áhuga á að fá í okk­ar raðir,“

seg­ir Bergþóra í samtali við mbl.is.

Í árs­lok 2014 námu eign­ir Eggerts Kristjáns­son­ar 424 millj­ón­um króna en skuld­ir námu 366 millj­ón­um króna. Þannig nam eigið fé fé­lags­ins um 58 millj­ón­um. Það ár nam hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins 1,9 millj­ón­um króna en árið 2013 reynd­ist tap þess 48 millj­ón­ir.

Meðal þekktra umboða sem fyr­ir­tækið hef­ur á að skipa eru Find­us, Beau­vais, Daloon, Kuchen Meister, Maille og Royal Oak.

Greint frá á mbl.is.

Mynd af heimasíðu eggert.is

 

Sigurður Már er bæði bakara- og konditormeistari að mennt. Bakaraiðn lærði Sigurður í fjölskyldufyrirtæki sínu Bernhöftsbakarí, en konditorifagið í Chemnitz í Þýskalandi. Sigurður Már er formaður Konditorsambands Íslands og meðlimur í þýska Konditorsambandinu. Hægt er að hafa samband við Sigurð í netfanginu [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið