Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Tegundasvik viðgangast

Birting:

þann

Veitingastaður - Fiskréttur

Hvers vegna að vera óheiðarlegur?
Myndin tengist fréttinni ekki.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að 30% sýna sem starfsmenn MATÍS tóku á tíu veitingastöðum í Reykjavík sýndu að ekki var um þá fisktegund að ræða sem pöntuð hafði verið af matseðli.

Í rannsókninni fóru starfsmenn MATÍS á veitingastaðina, pöntuðu fisk og tóku úr honum sýni sem svo voru erfðagreind.

Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að sambærilegar rannsóknir hafi verið gerðar erlendis sem sýnt hafi svipaða niðurstöðu um tegunda­svik.

„Við tókum 27 sýni af 10 veitingastöðum og þar af voru átta sem ekki voru af þeirri tegund sem þær áttu að vera. Það bendir til þess að tegundasvindlið sé svipað hér og víða annars staðar,“

segir Jónas, en nánar um rannsóknina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag.

 

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið