Reykjavík Bar Summit
Heitustu kokteilbarir heims koma til landsins á Reykjavík Bar Summit 2016
Dagana 29. febrúar – 3. mars 2016 verður Reykjavík Bar Summit haldið hátíðlegt í annað sinn í miðborg Reykjavíkur. Barþjónar frá flottustu börum í heimi munu taka þátt í þessum magnaða viðburði og leggja sitt á vogarskálarnar til að búa til alþjóðlega barstemmningu í Reykjavík með uppákomum og partýhöldum út um allan bæ.
Sjá einnig: Hér er dagskráin á Reykjavik Bar Summit
Tilgangur hátíðarinnar er að kynnast því sem er að gerast á kokteilbörum annars staðar í heiminum og etja saman tveimur kokteilheimum, Evrópu og Ameríku, á hlutlausu svæði hér á Íslandi. Hátíðin leggur einnig áherslu á að kynna erlendum aðilum fyrir því sem er að gerast hér á landi.
Í kokteilakeppninni munu þáttakendur útbúa einn drykk úr sínu lókal hráefni, einn drykk úr íslensku hráefni og einn af sínum einkennisdrykkjum. Áhorfendum mun svo að sjálfsögðu gefast kostur á að smakka veigarnar. Keppnin verður haldin Kex Hostel og er hún öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Búist er við að yfir 20 af bestu börum í heimi muni sækja Reykjavík Bar Summit ásamt fríðu föruneyti blaðamanna. Einnig er búist við ýmsum frægum nöfnum úr kokteilheiminum svo sem Philip Duff, Dan Priceman, Lynnette Marrero ásamt goðsögninni og brjálaða efnafræðingnum Tom Zyankali.
Armbönd sem veita aðgang að viðburðum hátíðarinnar er hægt að nálgast á tix.is fyrir aðeins 9.900 kr. Ítarleg dagskrá hátíðarinnar sem og allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu og facebook síðu Reykjavik Bar Summit.
Armbönd á hátíðina má nálgast með því að smella hér.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/reykjavik-bar-summit/feed/“ number=“3″ ]
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






