Vertu memm

Axel Þorsteinsson

Vel heppnaðir Indverskir dagar á VOX

Birting:

þann

Dagana 21. – 25. ágúst stendur yfir hádegishlaðborð og brunch með Indversku ívafi á Vox. Tveir meistara kokkar Sh Montu Saini og SH Tara Datt Bhatt frá Ashok Hótelinu í Nýja Delí skapa Indverska matarstemningu ásamt matreiðslumeisturum á VOX.

IMG_3011

Þormóður Guðbjartsson og Björk Óskarsdóttir

Þetta var þungur rigninga dagur (eins og sumarið hefur verið) þegar fréttamaður veitingageirinn.is kíkti í heimsókn á Indverska daga hjá VOX á Hilton hótelinu, en dagurinn lagaðist um leið og inn var komið á VOX. Flottur staður, létt andrúmsloft, brosmildir þjónar og ilmandi Indversk matargerð í loftinu.

„Ísland hefur mikið upp á bjóða og flott hráefni, en öll kryddin kom ég með frá Indlandi“,

.. sagði Montu Saini þegar fréttamaður Veitingageirinn.is náði á hann tali.

„Mig hlakkar til að fara gyllta þríhyrninginn (gyllti hringurinn) og sjá meira af landinu“,

Montu er mjög spenntur í að skoða landið en hefur ekki fengið tíma til þess enn, þar sem hann kom til landsins á þriðjudaginn 20. ágúst s.l. og byrjaði strax að undirbúa. Hægt er að lesa ferilskrá Montu Saini með því að pdf_icon smella hér.

Í boði var á þessu glæsilega hlaðborði:

Lambasúpa elduð með indverskum kryddum
Gul linsubauna súpa með koríander
Tandoori risarækjur
Shahi Shami Kabab
Tandoori sveppir
Risarækjur eldaðar í kókossósu, birkifræum og rjóma, kryddað með saffran
Lambakjöt í Kasmirisósu
Kjúklingur í hefbundri Hyderabadi karrý sósu
Grænmetis dumplings eldað með tómat og kasjúhnetum
Árstíðar grænmeti í Indversku masala
Svartar linsubaunir eldaðar yfir nótt
Zafrani Dum Biryani
Indversk brauð
Indversk nanbrauð
Achaar
Chutney
Kjúklingur með Indversku chaat masala
Steiktar sætar kartöflur í indverskri dressingu
Pikklaður laukur
Mangó tempraður með kúmen og sinneps fræum

Eftirréttir:

Indverskt brauð með kryddum og hnetum
Rifnar gulrætur eldaðar með mjólk, rúsínum og kasjúhnetum
Kardimommu dumplings djúpsteikt og borið fram í sírópbaði
Ferskir ávextir

Nokkrir réttir frá íslensku kokkunum voru líka á boðstólnum, meðal annars tómatsalat, agúrku salat, sushi, reyktur og grafinn lax, skyr dessert og karamellukaka svo fátt sé nefnt.

Það var sama hvaða réttur var smakkaður, allt mjög gott og engin feilnóta og eiga Indversku kokkarnir og starfsfólk Vox heiður skilið fyrir frábæra upplifun á Indverskum mat.

Montu Saini hefur verið í samstarfi við Ashok hótelkeðjuna síðan árið 2005. Montu hefur afrekað mikið og ferðast til að kynna land sitt og eldamensku s.s. konunglegan kvöldverð á Spáni sem hann sá um, Indian culinary festival and week í Víetnam, Amman í Jórdaníu, Harare í Zimbabwe og nú litla Ísland.

 

/Axel

Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið