Uncategorized
Til hamingju Fjalakötturinn!
Veitingahúsið Fjalakötturinn er fyrsta veitingahúsið á Íslandi til að fá hin virtu Wine Spectator Wine Award!
Frá því að fjalakötturinn opnaði í Mars 2005, hafa orðtakið góður matur og þjónusta, og gott vín á sanngjörnu verði, verið leiðarljós starfsfólksins.
Í nýjasta tímariti hins geysivinsæla og virta tímarits Wine Spectator sem kemur út formlega 31. Ágúst 2006, er árlega greinin Dining Guide sem fjallar um öll veitingahús í heiminum sem hafa fengið verðlaun fyrir vínlistann sinn. Í fyrsta skipti er íslenskt veitingahús með. Það veitingahús heitir Fjalakötturinn og er staðsett í Hótel Centrum Reykjavík í Aðalstræti 16.
![]() |
Ingólfur Einarsson, veitingastjóri (til vinstri) og Stefán Guðjónsson (fyrrverandi veitingastjóri) með viðurkenningaskjalið frá Wine Spectator. |
Til að fá þessa viðurkenningu verður veitingahúsið að senda inn ítarleg gögn um vínseðilinn, matseðilinn og almennar upplýsingar um stefnu veitingahússins í vín og matargerð. Þegar allar upplýsingar eru komnar í hendur Wine Spectator, fara þeir í gegnum öll gögnin og staðfesta upplýsingarnar. Ef staðurinn uppfyllir kröfurnar sem eru gerðar af blaðinu fær hann viðurkenningar skjal.
Frá því að fjalakötturinn opnaði í Mars 2005, hafa orðtakið góður matur og þjónusta, og gott vín á sanngjörnu verði, verið leiðarljós starfsfólksins
Fyrrverandi veitingastjóri Fjalakattarins og ritstjóri smakkarinn.is, Stefán Guðjónsson og samstarfsmaður hans Benedikt Þorsteinsson settu saman vínseðilinn sem var sendur inn til Wine Spectator. Að segja að þeir séu gríðarlega stoltir af viðurkenningunni er vægt til orða tekið!
Til að fagna þessum áfanga hefur Ingólfur Einarsson núverandi veitingastjóri og samstarfsfólk hans ákveðið að vera með verðlauna vínseðilinn í gangi út árið 2006.
Með því að smella hér er hægt að lesa vínlistann eins og hann var sendur til Wine Spectator.
Greint frá á Smakkarinn.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati