Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Marriott kaupir Starwood Hotels

Birting:

þann

Marriott hótelkeðjan

Marriott hótelkeðjan ætlar að kaupa Starwood keðjuna og úr því verður stærsta hótelkeðja heims. Kaupverðið er 12,2 milljarðar dollara, eða sem jafngildir 1.598 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Hörpuhótelið verður rekið undir merkjum Marriott og Starwood hefur sýnt hóteluppbyggingu á Íslandi áhuga.

Sameinuð hótelkeðja mun samtals stjórna 5.500 hótelum með 1,1 milljónum herbergja í 100 löndum. Reiknað er með að samruninn gangi í gegn á miðju næsta ári.

Undir hatti Starwood eru m.a. hótelið St. Regis, W Hotels, Westin og Sheraton. Tilkynnt var um kaupin nú á dögunum en þau hafa átt sér nokkurn aðdraganda þar sem stjórnarformaður Starwood sagði í apríl að stjórnendur væru að skoða nýja möguleika varðandi fjármögnun og skipulagningu.

Þrjú kínversk fyrirtækið hafa verið á eftir Stawood; Jiang International Hotels, sovereign wealth fund China Investment Group og HNA Group, auk þess hefur Hyatt hótelkeðjan einnig sýnt áhuga.

 

Greint frá á mbl.is

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið