Vertu memm

Uncategorized

Skrifað undir samning við SALM í dag

Birting:

þann


Skrifað undir samning við SALM í dag

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli eigenda fyrirhugaðrar bjórverksmiðju í Vestmannaeyjum og bruggverksmiðjunnar SALM í Austurríki.  Það voru þeir Björgvin Þór Rúnarsson og Birgir Nielsen, forsvarsmenn verksmiðjunnar og Wellidte, einn af eigendum og forstjóri SALM í Austurríki sem skrifuðu undir samninginn.

Björgvin Þór sagði í samtali við sudurland.is að hann væri í senn stoltur og svolítið stressaður.  „Þetta er mikið verkefni sem við erum að taka að okkur því ekki einungis munum við framleiða bjórinn Volcano heldur verðum við líka umboðsaðilar SALM á Íslandi.  Svo er möguleiki á að við munum fara í útflutning á Volcano bjór í framhaldinu,“ sagði Björgvin.

Eins og greint hefur verið frá er stefnan sett á að framleiðslan verði komin í gang 1. júlí 2008.

Greint frá á Sudurland.is

Mynd: Sudurland.is | [email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið