Freisting
Eðalfiskur kaupir Reykás

Borgarnes
Matvælavinnslufyrirtækið Eðalfiskur í Borgarnesi keypti á dögunum Reykás við Grandagarð í Reykjavík, sem hefur fengist við svipaða framleiðslu, það er reykingu og vinnslu á laxi.
Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðssonar hjá Eðalfiski er fyrirtækið með þessu að styrkja sig á innlenda markaðnum, en Reykás hefur verið mikið í að reykja fisk fyrir hinn almenna veiðimann. Skarast viðskiptamannahópar Eðalfisks og Reykáss mjög lítið og er Eðalfiskur því væntanlega að fjölga talsvert sínum viðskipavinum með þessum kaupum. Reykás er þó heldur minna fyrirtæki en Eðalfiskur, sem nemur þriðjungi miðað við veltu síðasta árs.
Sökum erfiðrar stöðu íslensku krónunnar hætti Eðalfiskur að flytja út reyktan lax á sl. vetri. Útflutningurinn nam 50% framleiðslunnar sl. ár. Um svipað leyti var starfsmönnum vinnslunnar fækkað og eru þeir 12 talsins í dag. Kristjáns Rafn vonast til að geta haldið þeim fjölda, en líklega verður þó að fjölga starfsmönnum eitthvað þegar nálgast jólin. Hann segir kaupverðið á Reykási trúnaðarmál, en frá þessu greinir fréttavefurinn Skessuhorn.
Mynd: Skessuhorn.is | [email protected]
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu





