Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýr kafli hefst í sögu Hótel Borgar | Nýtt og sérhannað eldhús
Nýr kafli hefst í sögu Hótel Borgar þegar tekin verður í notkun glæsileg viðbygging með 43 herbergjum í Art Decostíl, ásamt heilsulind og líkamsræktarstöð. Á Borg Restaurant matreiða meistarakokkar í nýju og sérhönnuðu eldhúsi, undirbúa fundi og hátíðlegar veislur í Gyllta salnum og bjóða gesti velkomna í Karolínustofu Hótel Borg, ein af perlum Guðjóns Samúelssonar sem sett hefur svip sinn á Reykjavík í 85 ár, stendur á tímamótum.
Frá ársbyrjun 2014 hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við stækkun hótelsins og endurbætur á veislusölum, eldhúsi og gestamóttöku. Nú sér loks fyrir endann á því verki og innan skamms verður tekin í notkun glæsileg viðbygging með 43 nýjum herbergum, ásamt líkamsræktarstöð og heilsulind á jarðhæð.
Breytingarnar eru ákaflega vel heppnaðar, lögð var höfuðáhersla á að halda í söguna og varðveita sálina í húsinu og það hefur tekist með eindæmum vel,
segir Ólafur Þorgeirsson hótelstjóri í samtali við mbl.is, en nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Mynd: af facebook síðu Hótel Borgar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin