Lifid
Vínskólinn: Bordeaux námskeið 23. & 25. okt.
Í næsta viku, þriðjud. 23. og fimmtud. 25. október, verður haldið Bordeaux námskeið þar sem farið verður ítarlega í það sem hefur gert og gerir Bordeaux að fyrirmynd víngerðarinnar í heiminum. Ekki má gleyma að dýru vínin frá Bordeaux eru ekki nema 5% af allri framleiðslu í Bordeaux en umfjöllun gæti gefið til kynna að þau séu meira en helmingur af þeim vínum sem fara á markað. Við skoðum vinstri bakkann, hægri bakkann, skilyrði fyrir vínin, víngerðina – og að sjálfsögðu smökkum vín frá mörgum svæðum, fræg eða einfaldlega góð. Námskeiðið á að vera lykillinn að þessu heimsfræga svæði – og leiðbeinandinn hefur fengið flottu nafnbótina Alþjóðlegur Bordeaux fyrirlesari !
Hótel Centrum kl 18.00 báða dagana
Verð: 5400 kr fyrir bæði námskeiðin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði