Frétt
Hálfs milljarðs sala á indverskum mat
Austur Indíafélagið og Austurlandahraðlestin seldu veitingar fyrir hálfan milljarð króna á síðasta ári. Sala félaganna jókst um 125 milljónir króna milli ára. Rekstrarkostnaður jókst aftur á móti um 97 milljónir króna sem skýrist helst af auknum efnis- og launakostnaði, að því er fram kemur á visir.is.
Samanlagður hagnaður félaganna nam 24 milljónum króna árið 2014. Viðsnúningur varð á afkomu félaganna sem rekin voru með 6 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þá var söluhagnaður af eignum Austur Indíafélagsins bókfræður upp á 16 milljónir króna.
Austurlandahraðlestin rekur fjóra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og Austur Indíafélagið einn. Guðmundur Karl Björnsson á allt hlutafé Austur Indíafélagsins og 75 prósent í Austurlandahraðlestinni á móti Miroslav Manojlovic sem á 25 prósent hlut.
Eignir félaganna nema 258 milljónum króna, skuldir 194 milljónum króna og eigið fé 64 milljónum króna.
Það var visir.is sem greindi frá.
Mynd: Sverrir Halldórsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum