Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt 3. stjörnu borgarhótel verður afhent rekstraraðila fullbúið 1. september næstkomandi

Áætlað er að reisa 3. stjörnu borgarhótel með 93 herbergjum. Þar að auki verður á hótelinu veitingasalur og bar.
Vegna upphaflegrar fréttar Viðskiptablaðsins um að Keahotels kaupir óklárað hótel við Þórunnartún og lýkur byggingu þess, barst tilkynning frá Magnúsi Einarssyni, eiganda Hótelbygginga ehf. til Viðskiptablaðsins sem er eftirfarandi:
Sem fulltrúi eigenda Þórunnartúns 4 sem reisa nú hótel í Þórunnartúni langar mig að koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar VB.
Áform eigenda um að reisa 93 herbergja hótel sem afhent verður rekstraraðila fullbúið 1. september 2015 eru með öllu óbreytt.
Ýmsir aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa rekstrarfélagið og fasteignina fullbúna. Viðræður við aðila hafa átt sér stað um aðkomu að rekstri og kaup á húseigninni fullbúinni. Ekki hefur verið gengið frá neinu í þeim efnum, enn sem komið er.
Byggingaframkvæmdum miðar vel og eru um 80 manns að vinna við framkvæmdina á degi hverjum, enda styttist í opnun hótelsins. Hótelið verður vandað 3. stjörnu borgarhótel.
Nýja hótelið í Þórunnartúni er beint á móti hinu nýopnaða Fosshóteli.
Nánari umfjöllun á vef Viðskiptablaðsins hér.
Mynd tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis





