Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt 3. stjörnu borgarhótel verður afhent rekstraraðila fullbúið 1. september næstkomandi
Vegna upphaflegrar fréttar Viðskiptablaðsins um að Keahotels kaupir óklárað hótel við Þórunnartún og lýkur byggingu þess, barst tilkynning frá Magnúsi Einarssyni, eiganda Hótelbygginga ehf. til Viðskiptablaðsins sem er eftirfarandi:
Sem fulltrúi eigenda Þórunnartúns 4 sem reisa nú hótel í Þórunnartúni langar mig að koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar VB.
Áform eigenda um að reisa 93 herbergja hótel sem afhent verður rekstraraðila fullbúið 1. september 2015 eru með öllu óbreytt.
Ýmsir aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa rekstrarfélagið og fasteignina fullbúna. Viðræður við aðila hafa átt sér stað um aðkomu að rekstri og kaup á húseigninni fullbúinni. Ekki hefur verið gengið frá neinu í þeim efnum, enn sem komið er.
Byggingaframkvæmdum miðar vel og eru um 80 manns að vinna við framkvæmdina á degi hverjum, enda styttist í opnun hótelsins. Hótelið verður vandað 3. stjörnu borgarhótel.
Nýja hótelið í Þórunnartúni er beint á móti hinu nýopnaða Fosshóteli.
Nánari umfjöllun á vef Viðskiptablaðsins hér.
Mynd tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?