Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðir og matarmarkaðir í þjónustusmiðstöðvar Strætó á Hlemmi og í Mjódd?
Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðilum til að vinna að nýjum hugmyndum fyrir miðstöðvar á Hlemmi og í Mjódd, en borgin tekur þar yfir húsnæði Strætó. Vilji er til að færa meira líf inn í byggingarnar og að í Mjódd verði verslun og þjónusta og á Hlemmi er horft til lifandi veitinga- og matarmarkaðar.

Mjódd er í alfaraleið og fara yfir 3.000 manns um hana daglega. 420 – 600 fermetrar bíða eftir hugmyndaríkum rekstraraðila með góða viðskiptaáætlun.
Nýir rekstaraðilar munu taka þátt í að skipuleggja breytingar á hlutverki húsnæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hlutverk rekstraraðila er að velja verslanir og veitingastaði til samstarfs, afla tilskilinna leyfa, sjá um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu, en gert er ráð fyrir því að salerni fyrir almenning verði opnuð aftur í húsinu.
Viðskiptavinir eiga að geta notið veitinga á staðnum og þar verði einnig í boði fjölbreytt úrval matar svo sem kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir auk tengdrar sérvöru á borð við blóm og kaffi.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á vef Reykjavíkurborgar hér.
Myndir: reykjavik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri








