Uncategorized
Frönsk Katalónía til Íslendinga sumarið framlengt!
Í fyrsta skipti verður haldin Vínpressu hátíð í hér á landi!
Það dugar ekkert annað en 300kg af Carignan þrúgum frá Roussillon-héraðinu sem stöppuð verða af íslenskum vínþjónum í miðborg Reykjavíkur í portinu bak við Jómfrúna.
Vínekran Bourgogne ehf, Roussillon héraðið og Jean Luc Pujol í samstarfi við Vínþjónasamtökin, Franska Sendiráðið, og Alliance Francaise standa að þessum skemmtilega viðburði.
Styrktaraðilar sem koma að þessi eru m.a. Icelandair Cargo, Seglagerðin Ægir.
Pressu hátíðin er upphaf á Roussillon kynningu því þann 20. október hefjast Roussillon dagar á Vox restaurant með Gilles Bascou, matreiðslumeistara frá Roussillon og meðlimur í SlowFood og Pujol heimsækir okkur í nóvember.
Vínpressuhátíðin, laugardaginn 15. október í portinu milli Hótel Borgar og Jómfrúarinnar, á undan Norðurlandakeppni vínþjóna eða frá kl.14.00.
Komið og smakkið þrúgurnar, safann og takið þátt í víngerðinni !
Vínsmakkarinn
[email protected]
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024