Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Le Bistro á Laugavegi – Klassískur franskur bistro matur – Veitingarýni

Birting:

þann

Le Bistro

Ég hef nokkrum sinnum átt góða stund á veitingastaðnum Le Bistro, sem hefur þennan eiginleika að láta mann falla inn í franskan kúltúr með flottri þjónustu og frábærum mat , þannig að þegar ég ætlaði út að borða 2 mai þá varð þessi staður fyrir valinu, vegna þess sem áður segir.

Sjá einnig: Nýr staður Le Bistro | “Ég skellti mér í brunch hjá þeim…”

Ég var mættur á hækjunum um hálf sex og sá sem var á undan mér inn hélt hurðinni opinni svo ég komst inn, á móti mér tók ung stúlka og benti á borð sem ég settist við og færði mér vatn, matseðill og spurði hvort ég vildi eitthvað að drekka og svarið kom um hæl „Coke light“ og stuttu seinna var það komið á borðið.

Það sem ég pantaði mér var eftirfarandi:

Le Bistro

Heimagert franskt sveita svínapaté,með cornichon ( sýrðum frönskum gúrkum) og grænu salati
Homemade French country pork paté with cornichon ( French gherkin ) and lettuce

Á borðið kom diskur með stautum, salati með franskri dressingu og sýrðum frönskum gúrkum og ég bara gapti, þegar ég lærði var paté i deigi, en terrine án deigs, þetta smakkaðist eins og sandkaka með smá lifrabragði og salatið var óspennandi, en sýrðu gúrkurnar voru góðar.

Le Bistro

Magret de Canarde a la Orange
Frönsk andarbringa með appelsínusósu , d´Auphinois kartöflugratíni og fylltum tómat Provencale stíl
French duck breast with orange sauce, served with d´Auphinois potatoes and stuffed tomato Provencale

Svo kom öndin, fyrsti bitinn var svo seigur að ekki var viðlit að tyggja hann, ekkert skinn, engin steikarhúð, sósan var eins og útþynntur barnamatur og ég fórnaði bara höndum, ein stúlkan tók eftir því og spurði hvort eitthvað væri að og tjáði ég henni það, diskurinn tekinn og spurt hvað viltu í staðinn og ég bað um andalærið.

Le Bistro

Confit de Canard
Andalæri með d´Auphinois kartöflugratíni og fylltum tómat Provencale
Duck confit served with d´Auphinois potatoes,and stuffed tomato Provencale

Svo kom lærið á borðið og vá hvað þetta var bragðgott og flott eldað, eina sem ég hefði viljað fá var smá sósa en það var mitt að biðja um hana, það er ekki við þá að sakast og ég tók að brosa aftur.

Le Bistro

Tarte Normande aux pommes
Frönsk eplakaka í Normandí stíl
French apple pie a´ la Normande

Svo kom eplakakan og hún stóð fyllilega fyrir sínu.

Ég var þungt hugsi eftir matinn hvernig er hægt að hafa svona miklar andstæður á rúmum klukkutíma, paté hef ég aldrei séð svona áður og skammturinn er frekar fyrir hest en mann, ef að menn eru að elda sous–wide eða með roner, þá er lágmarkskrafa að menn kunni að vinna með þessa tækni og svona eldaður matur þarf að fá smá snúning á pönnu til að fá steikarhúð og það á að vera gestsins val hvort hann borðar skinnið og fituna á öndinni en ekki kokksins.

Þjónustan var alveg til fyrirmyndar og reyndi að bæta fyrir hörmungarnar úr eldhúsinu.

Það verður einhver bið á að ég heimsæki þennan stað, það ósáttur var ég.

Tina Turner - Sýning í Hörpunni

Tónleikasýningin Tina Turner – Drottning rokksins

Skellti mér í Hörpuna að sjá Tinu Turner showið og þvílík skemmtun, þarna var fagmennska fram í fingurgóma.

/Sverrir

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið