Vín, drykkir og keppni
Gyllta Glasið 2015
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2015 sem var haldin í 11 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2014 og máttu vínin koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica mánudaginn og þriðjudaginn 4-5 maí. Þáttakan í Gyllta glasinu í ár var frábær viðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 119 vín til leiks frá 13 vínbirgjum.
Í ár skreyttum við dómarapanelinn með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingariðnaðarins og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra bestu þakkir fyrir þáttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.
Alls voru það 24 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá Sigrúnu Þormóðsdóttir Ástþóri Sigurvinssyni og Jóni Eggert Víðissyni og eiga þau endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu, þjónustu með frábærum veitinginum.
10 hvítvín og 10 rauðvín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2015. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2015
Hvítvín |
Verð |
Vínbirgi |
Bramito del Cervo Chardonnay 2014 | 2.799 | Globus |
Tariquet Réserve 2013 | 2.590 | Vínekran |
Willm Gewurztraminer Reserve 2013 | 2.999 | Haugen |
Willm Riesling Reserve 2013 | 2.699 | Haugen |
Terrunyo Sauvignon Blanc 2009 | 3.099 | Mekka |
Envoy Chardonnay 2011 | 2.758 | Vífilfell |
Jean Leon 3055 Organic Chardonnay 2014 | 2.790 | KKK |
Jacobus Riesling Trocken 2013 | 2.956 | Berjamór |
Domaine Tabordet Pouilly Fume 2013 | 2.965 | Vífilfell |
Vicar’s Choice Riesling 2012 | 2.499 | Haugen |
Rauðvín |
||
Domaine de Villemajou Corbieres Boutenac 2013 | 3.199 | Globus |
Château La Sauvageonne Cuvée Pica Broca 2013 | 2.969 | Globus |
Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2013 | 2.999 | Mekka |
Nederburg Manor House Cabernet Sauvignon 2012 | 2.599 | Globus |
Morandé Gran Reserva Merlot 2011 | 2.767 | Vífilfell |
Marques de Casa Concha Merlot 2012 | 2.999 | Mekka |
Coto de Imaz Gran Reserva 2005 | 3.499 | Globus |
Bodegas Montecillo Viña Monty Reserva 2009 | 2.998 | Globus |
Pujol Côtes du Roussillon Fûts de Chêne 2012 | 2.790 | Vínekran |
Marques de Caceres Reserva 2009 | 3.292 | Vín Tríó |
Vínþjónasamtökin vilja þakka öllum birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum sigurvegurum til hamingju.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Ritari/gjaldkeri
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa