Frétt
Magnús kokkur á Tjöruhúsinu dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar
Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 39 milljóna sektar sem renna skal í ríkissjóðs vegna brota sinna gegn skatta- og bókhaldsreglum. Magnús játaði að fullu. Dómurinn var kveðinn upp af Héraðsdómi Vesturlands.
Magnús var ákærður seint á síðasta ári og honum gefið að sök að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né virðisaukaskattsskýrslum á árunum 2006 til 2011. Var talið að með því hafi hann skotið rúmlega 19,5 milljónum króna undan skatti. Þá var Magnúsi einnig gefið að sök að hafa ekki haldið lögboðað bókhald og varðveitt fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna atvinnustarfsemi sinnar, af því fram kemur á visir.is.
Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og brot hans voru talin meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga.
Magnús taldi að við ákvörðun refsingar ætti að líta til þess „að þrátt fyrir að hann hafi ekki haldið bókhald og því liggi ekki fyrir gögn um að hann hafi greitt virðisaukaskatt til frádráttar álögðum skatti sé ljóst að um slíka reikninga var að ræða. Því sé tjón ríkissjóðs vegna brota hans ekki í samræmi við þær tölur sem fram koma í ákæru. Þá kveðst ákærði nú hafa komið skattamálum sínum í rétt horf og sé launamaður,“ að því er segir í dóminum. Því var hafnað alfarið að hægt væri að líta til gagna sem ekki hafa verið lögð fram.
Magnús hefur tvisvar áður verið sakfelldur og dæmdur til refsingar vegna brota gegn skattalögum. Annars vegar árið 1998 og hins vegar 2005. Greint frá á visir.is.
Dóminn má sjá í heild sinni hér.
Mynd: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins