Sverrir Halldórsson
Smyglhringur með hrossakjöt upprættur | 26 handteknir fyrir smygl á hrossakjöti

Hross eða naut?
Hvert hneykslismálið á fætur öðru, tengt ólöglegri sölu á hrossakjöti, hefur komið upp á undanförnum árum. Nú hefur smyglhringur verið upprættur og von að linni.
Lögregluyfirvöld í sjö löndum handtóku í gærmorgun 26 einstaklinga sem eru grunaðir um umfangsmikið smygl á hrossakjöti. Handtökurnar áttu sér stað í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Þýskalandi, Írlandi og Bretlandi.
Höfuðpaurinn er sagður vera belgískur ríkisborgari og var hann handtekinn ásamt vitorðsmönnum sínum í Frakklandi, að því er fram kemur á vefnum dv.is.
Í frétt Reuters kemur fram að rannsókn málsinshófst árið 2012 og telja frönsk yfirvöld að 4.700 hestum hafi verið slátrað og kjötið, sem á að hafa verið óhæft til neyslu, selt sem nautakjöt til manneldis víðsvegar um álfuna.
Þetta er enn eitt málið sem kemur upp á undanförnum árum, tengt ólöglegri sölu á hrossakjöti. Skemmst er að minnast þess þegar IKEA tilkynnti um hrossakjöt hefði fundist í pylsum frá fyrirtækinu í Rússlandi árið 2013.
Það var dv.is sem greindi frá.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards