Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingahús fagna sumrinu með stæl
Sumardagurinn fyrsti er hátíðisdagur hvort sem þann dag snjóar, rignir eða sólin skín. Verbúð 11 býður upp á girnilegan fjögurra rétta matseðil á sérstöku tilboði í dag sumardaginn fyrsta, á morgun föstudaginn 24. apríl og laugardaginn 25. apríl.
Forréttir:
Léttgrafin bleikja. Með brauðraspi, sölvum, fennel og wasabi majónesi.
Þorskurinn hans Jóns. Með rauðrófum, kapers og piparrótarkremi.
Aðalréttur:
Grillað nauta rib-eye með rótargrænmeti, kryddjurta-kartöflumús og jarðsveppasósu.
Eftirréttur:
Volg eplakaka með berjum og þeyttum rjóma.
5.990 kr.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Verbúð 11.
Eigendur Vitans í Sandgerði eru í óða önn við sumar hreingerningarnar, en mikið er pantað framundan á Vitanum, hópar, einstaklingar og veislur víðsvegar um landið.
Vitinn er frægur fyrir sínar krabbaveislur og til gamans má geta að í dag átti einn krabbinn skelskipti í sjóbúrinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi:
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro