Keppni
Hátíðirnar MATUR-INN og North Iceland Local Food verða haldnar á Akureyri í október 2015
Sýningin MATUR-INN 2015 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 17. og 18. október næstkomandi. Þetta er stærsti viðburðurinn í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði – Local food en sýningin er haldin annað hvert ár og var aðsóknarmet sett árið 2013 þegar 13-15 þúsund gestir heimsóttu sýninguna.
Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi og laðar sýningin einnig að sér gesti víða að af landinu. MATUR-INN 2015 er sýning sem á að endurspegla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins og er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, veitingastarfsemi, matartengdri ferðaþjónustu og verslun þessu tengd.
Mikilvægt er að leggja áherslu á að sýningin er einnig sölusýning
Áhersla er lögð á að sýningin sé fjölbreytt og höfði til sem flestra. Í boði verða sýningarsvæði fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga, sem og markaðssvæði þar sem kjörið er að selja haustuppskeruna eða hvað annað sem tengist mat og matarmenningu. Skipulagðir verða viðburðir s.s. matreiðslukeppnir þar sem fagmenn og áhugafólk lætur reyna á hæfni sína í hinum ýmsu matartengdu greinum. Þar gefst framleiðendum tækifæri á að kynna vöru sína eða þjónustu með þátttöku, beinni sem óbeinni. Í senn verður því um að ræða fróðleik og skemmtun. Einnig verður boðið upp á fyrirlestra tengda matarmenningu.
Aðgangur að sýningunni verður sem fyrr ókeypis og er opnunartíminn frá klukkan 11-17 báða dagana.
MATUR-INN 2015 Local Food Festival – Vikulöng matarmenningarhátíð
Undirbúningshópurinn vinnur nú að stækkun á MATUR-INN 2015 þannig að ekki er aðeins um sýningu að ræða heldur vikulanga matarmenningarhátíð frá 12.-18. október, sem nær yfir allt Norðurland og er sjálf sýningin hugsuð sem rúsínan í pylsuendanum. Alla vikuna verða skipulagðir viðburðir s.s. fyrirlestrar tengdir mat og matarmenningu, leikrit um mat, matarhandverkskeppni, heimsóknir í matvælafyrirtæki, matreiðslunámskeið þar sem unnið er með mat úr héraði, hægt verður að bóka í ferðir með ferðaskrifstofu þar sem matur í héraði er í aðalhlutverki, valdir veitingastaðir bjóða upp á matseðla með séráherslum og kynntar verða gamlar íslenskra matarhefðir. Tilgangurinn með því að útvíkka hugmyndina og tengja viðburði við sýninguna er að stækka markhópinn enn frekar og er þá m.a. verið að horfa út fyrir landsteinana, þar sem miklir möguleikar felast í að kynna íslenska matarmenningu og upplifun með ferðamenn í huga.
Sem fyrr segir er hugmyndin að Norðurland allt verði undir í samvinnu veitingamanna og ferðaþjónustuaðila á svæðinu öllu og verður heimafólki og ferðamönnum boðið að njóta matur og matarmenningar. Von er á góðum gestum frá Bretlandi en hingað kemur 20 manna hópur sem vinnur að matartengdri ferðaþjónustu og er tilgangur heimsóknarinnar að kynna sér norðlenska matarmenningu ásamt því að sýna áherslur þeirra heima fyrir.
Praktísk atriði fyrir sýninguna
Sýnendur taka við básum sínum með uppsettu sýningarkerfi, lýsingu í bás, teppalögðu gólfi og rafmagnstengli fyrir tölvu eða lítil raftæki. Fermetraverði í básum er 12.500 kr. fyrir félaga í Mat úr Eyjafirði og 18.500 kr. fyrir aðra. Hægt verður að leigja aukahluti frá leigjanda sýningarkerfis, sem og tengla fyrir stærri rafmagnstæki og kælibúnað. Hægt verður einnig að kaupa aðgang að nettengingu á sýningarsvæðinu. Á markaðstorgi verður aðstaða við söluborð en að öðru leyti sjá sýnendur sjálfir um sína aðstöðu. Gjald fyrir hvern sýnanda er 30.000 kr. fyrir báða dagana. Undirstrikað er að sýnendur á markaðnum þurfa að uppfylla öll skilyrði sem Heilbrigðiseftirlit gerir til sölu af þessu tagi.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í sýningunni eru beðnir að skrá sig á vef Markaðsstofu Norðurlands fyrir 1. júlí n.k.
Undirbúningshópur MATUR-INN 2015 Local Food Festival 2015 skipa:
- Arinbjörn Þórarinsson, veitingastaðurinn Greifinn
- Arnheiður Jóhannsdóttir Markaðsstofu Norðurlands
- Börkur Emilsson Þingeyska matarbúrið
- Hulda Sif Hermannsdóttir Akureyrarstofa
- Júlía Skarphéðinsdóttir klúbbi matreiðslumeistara Norðurlandi
- Laufey Skúladóttir Matarkistan Skagafjörður
- María Helena Tryggvadóttir Akureyrarstofa
Frekari upplýsingar veitir:
Viðburðastofa Norðurlands
sími 412 0000
www.vidburdastofa.is
Davíð Rúnar Gunnarsson, starfsmaður undirbúningshópsins
[email protected] Sími 8963233
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/matur-inn/feed/“ number=“10″ ]
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi