Smári Valtýr Sæbjörnsson
EDDA kaupir fjórðungshlut í Domino‘s Pizza á Íslandi
Framtakssjóðurinn EDDA, sem rekinn er af verðbréfafyrirtækinu Virðingu, hefur keypt fjórðungshlut í Pizza-Pizza ehf., sérleyfishafa Domino‘s Pizza International á Íslandi.
Rekstur Domino‘s á Íslandi hefur gengið mjög vel á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur verið framarlega í nýtingu tækni og náð að fjölga mjög pöntunum í gegnum netið og Domino‘s farsíma-appið. Þá hafa nýjungar á matseðli fyrirtækisins notið mikilla vinsælda og hefur markaðshlutdeild Domino´s hér á landi stóraukist í tíð núverandi stjórnenda. Til marks um þennan góða árangur eru fjölmörg verðlaun sem fyrirtækið hefur hlotið frá Domino’s í Bandaríkjunum fyrir góðan rekstur og sölumet. Einnig hefur fyrirtækið hlotið ýmsar innlendar viðurkenningar fyrir markaðsstarf og var m.a. útnefnt markaðsfyrirtæki ársins fyrir árið 2013, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Domino‘s á Íslandi á meirihluta í sérleyfishafa Domino‘s í Noregi en þar hafa á undanförnum mánuðum verið opnaðir þrír staðir í samstarfi við norska meðeigendur sem notið hafa mikilla vinsælda. Aðkoma EDDU verður m.a. nýtt til að fjármagna frekari vöxt í Noregi auk þess að undirbúa opnun Domino‘s staða í Svíþjóð en félagið er einnig með sérleyfi fyrir Domino‘s í Svíþjóð.
Aðrir eigendur Pizza-Pizza ehf. eru Birgir Þ. Bieltvedt stjórnarformaður félagsins og eiginkona hans Eygló Björk Kjartansdóttir, sem einnig situr í stjórn Pizza-Pizza ehf., Högni Sigurðsson, Birgir Ö. Birgisson framkvæmdastjóri og nokkrir aðrir lykilstjórnendur Domino‘s á Íslandi.
Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og sérleyfisveitanda Domino´s.
Birgir Þ. Bieltvedt, stjórnarformaður Pizza-Pizza:
Eftir að nýir eigendur komu að Domino‘s á Íslandi árið 2011 hefur orðið mikill viðsnúningur í rekstri félagsins og það er í dag mjög fjárhagslega sterkt. Ætlunin er að nýta góða reynslu af rekstri Domino‘s á Íslandi við uppbyggingu Domino‘s í Noregi og það er mikill kostur að fá um leið fjárhagslega sterkan meðeiganda að félaginu til að styðja stjórnendur í þeirri vegferð.
Margit Robertet, framkvæmdastjóri EDDU:
Við erum ánægð með að koma inn í hluthafahóp Domino‘s á Íslandi og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, bæði á Íslandi og í Noregi. Starfsfólk Domino‘s á Íslandi hefur náð eftirtektarverðum árangri í rekstri félagsins á undanförnum árum, bæði þegar horft er til söluaukningar, þjónustu við viðskiptavini auk þess sem það hefur staðið fyrir mjög framsæknu markaðsstarfi.
Um Pizza-Pizza
Pizza-Pizza er rekstraraðili Domino‘s á Íslandi auk þess að eiga meirihluta í rekstraraðila Domino‘s í Noregi. Pizza-Pizza opnaði fyrsta Domino‘s pizzastaðinn á Íslandi árið 1993 og rekur í dag 19 verslanir á Íslandi. Um 600 starfsmenn starfa hjá Domino‘s hér á landi, ríflega helmingur þeirra í hlutastarfi.
Um Eddu og Virðingu
Edda slhf. er 5 milljarða króna framtakssjóður í rekstri verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. Hluthafar eru rúmlega 30, lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. Fjárfestingarstefna Eddu er að fjárfesta í óskráðum félögum með trausta rekstrarsögu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2013 en fyrir á sjóðurinn 40% hlut í öryggisfyrirtækinu Securitas.
Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins (FME).
Mynd: aðsend
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður