Freisting
Veitingastaðurinn Heimaveitingar & spa
Á jörðinni Hlið, útá Álftanesi sem er friðaður fólksvangur, stendur veitingastaður sem ber nafnið Heimaveitingar & spa og eru gestgjafar þau hjónin Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham.
Áherslan er lögð á tælenskan matargerð en einnig er hægt að panta sér íslenska veislu þ.e.a.s. svið, slátur, harðfisk o.mfl.
Aðspurður um hvort það væri mikið að gera, „Við áttum ekki von á því að þetta yrði svona gríðarlega vinsælt. Hér er upppantað öll kvöld langt fram í tímann“, segir Bogi.
Heimaveitingar & spa eru ekki með posa né vínveitingaleyfi svo gestir koma sjálfir með þá drykki sem þeir kjósa sér hvort sem er með mat eða á eftir. Hægt að taka á móti 6-15 manns í Betri stofuna. Staðsetningin er einstök, ekki síst vegna fjölbreytts fuglalífs og víðsýni m.a. á Reykjanestánna og Snæfellsjökul. Möguleikar á fuglaskoðun, fjöruskoðun og gönguferðum, m.a. að forsetasetrinu. Lausir hundar og kettir eru ekki leyfðir á svæðinu. Heimreiðin er í áframhaldi af Höfðabraut sem ekið er inn á af Þjóðvegi 405.
Heimasíða Heimaveitingar & spa; www.1960.is

Myndir: heimasíða Heimaveitingar & spa
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





