Freisting
Fiskur í Tjöruhúsinu á Ísafirði
Veitingasalan í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði er núna opin alla daga og verður það fram eftir sumri.
Hjónin Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir hafa rekið þar matsölustað undanfarin sumur þar sem sjávarmeti er gert hátt undir höfði. Ragnheiður segir að matseðillinn sé með sama móti og í fyrra, fiskisúpan, splunkunýtt fiskmeti hverskyns og svo að sjálfsögðu plokkfiskurinn rómaði.
Þá verður reynt að hafa hrefnukjöt eins og undanfarin sumur en ekki hefur tekist að útvega það enn, en það stendur til bóta.
Opnunartími er frá ellefu til tíu á kvöldin. Saltfiskveisla var um síðustu helgi og var uppselt og rífandi stemmning og framhald verður á þeim 15. og 29. júlí sem og 12. ágúst.
Greint frá á bb.is
Mynd: bb.is – Tekin í Saltfiskveislunni síðustu helgi
-
Bocuse d´Or18 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn5 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar





