Freisting
Áfengi minnkar líkur á hjartasjúkdómum
Dagleg hófneysla áfengis virðist draga úr líkum á hjartasjúkdómum hjá körlum en minna þarf hjá konum svo áhrif drykkjunnar séu góð. Þetta kemur fram í skýrslu, sem birt var í breska læknatímaritinu í dag. Rannsóknin var gerð á 50.000 Dönum á aldrinum 50 til 65 ára hjá danskri miðstöð sem sérhæfir sig í áfengisrannsóknum.
Rannsóknin sýndi að karlmenn, sem drukku áfengi daglega, voru um 40% síður líklegir til að fá hjartasjúkdóma en þeir sem ekkert drukku eða drukku sjaldnar. Konur sem drekka áfengi fá einnig síður hjartasjúkdóma, en litlu máli virðist skipta hvort konurnar drekka daglega eða vikulega.
Drykkjuvenjur þeirra, sem tóku þátt í rannsókninni, voru mældar á sex ára tímabili. Þá voru þættir á borð við aldur, reykingar og matarvenjur teknir til hliðsjónar, 2,6% kvennanna og 5,1% karlanna fengu hjartasjúkdóma á meðan á rannsókninni stóð.
Judy O’Sullivan, talsmaður Bresku hjartastofnunarinnar, varar þó fólk við því að taka niðurstöðurnar of bókstaflega og segir að bindindisfólk ætti ekki að hefja drykkju til að minnka líkur á hjartsjúkdómum. Þá segir hún að þeir sem drekka verði að hafa það í huga að ókostir mikillar drykkju séu mun fleiri en kostirnir.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólatilboð á Segers vörum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember