Uncategorized
Starfsárið hjá UngFreistingu 2005-2006
Starfsárið hjá UngFreistingu 2005-2006
Árið byrjaði með undirbúning fyrir matvælasýningu UngFreistingar í Hagkaupum sem var dagana 10. og 11. febrúar 2006. Þar kynntum við vörur frá Ferskum Kjötvörum, Sælkeradreifingu, Snæfiski og Lambhaga.
Eftir ótal marga fundi og mikla skipuleggingu byrjaði vinnan fyrir alvöru vikuna fyrir kynningu.
Þriðjudaginn 7. febrúar fóru Rúnar og ég í Ísland í Bítið og kynntum UngFreistingu og sýninguna sem var í vændum.
Miðvikudaginn 8 febrúar byrjaði preppið í Menntaskólanum í Kópavogi. Þá voru 10 meðlimir UngFreistingar að undirbúa smakkréttina og sýningardiskana. Á fimmtudaginn var náð í síðustu kassana af hráefni og uppskriftarbæklingana. Um kvöldið vorum við orðnir 15 og unnum alla nóttina við smakkréttina og semiseringu og allt gert klárt fyrir sýninguna miklu.
Loks, um 8 á föstudagsmorgninum var allt tilbúið, eldhúsið þrifið og keyrt með smakkréttina, sýningardiskana, klakastytturnar og allt sem þurfti yfir í Hagkaup í Smáralindinni og sýningarborðunum stillt upp. Sýningin sjálf opnaði uppúr hádegi. Þá gáfum við smakk á nautafillet, hörpuskel og krónhjartarbóg.
Seinni sýningardaginn, laugardaginn, var mætt kl. 9 og nýjir smakkréttir undirbúnnir. Þá kynntum við lambapottrétt, tígrisrækjur og burritos.
1200 uppskriftarbæklingar voru prentaðir fyrir sýninguna og gefnir gestum og gangandi.
Í heildina gekk sýningin mjög vel og viljum við þakka öllum þeim sem að henni komu, sérstaklega Menntaskólanum í Kópavogi, Blómahönnun og Líf og List.
Helgina eftir sýninguna var árshátið UngFreistingar. Dagurinn byrjaði með pizzu og bjór á Horninu. Þá héldum við poolmót og voru það Gulli og Gústi á Sjávarkjallaranum sem unnu mótið. Um kvöldið var farið á Skólabrú í 4 rétta máltíð.
Ný stjórn var kosin á Aðalfundi UngFreistingar. Þá var Guðjón Kristjánsson kosinn nýr formaður klúbbsins, Ólafur Ágústsson varaformaður og Hinrik Carl Ellertsson er gjaldkeri. Eldri stjórn, sem samanstóð af Jónasi Björnssyni, Rúnari Larsen og Stefáni Cosser, mun samt styðja og aðstoða nýju stjórnina sem best hún getur.
Á sýningunni Matur 2006 unnu meðlimir UngFreistingar á bás Sælkeradreifingar og kynntu þar kengúrukjöt og Asian Home Gourmet línuna ásamt fleiri vörum.
Árshátið Freistingar og UngFreistingar verður 28. apríl og verður þá haldið út í óvissuferð og er mikill spenningur fyrir ferðinni.
Það er mikið búið að gerast í UngFreistingu þetta ár og vonandi verður næsta ár jafn skemmtilegt og fróðlegt.
Stefán Cosser
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði