Smári Valtýr Sæbjörnsson
Um 2000 tillögur um nýyrði í keppni Aha.is
Vefsíðan Aha.is hefur undanfarna viku staðið fyrir nýyrðasamkeppni, en starfsfólk Aha leitar að íslensku orði fyrir mat sem keyptur er á veitingahúsi til að fara með annað, en almennt er notast við enska orðið „take away“ í dag.
Þátttakan fór fram úr björtustu vonum, en 1923 tillögur bárust, þar af tæplega 1100 mismunandi orð.
Til stóð að tilkynna sigurvegara í samkeppninni í dag sunnudaginn 5. október, en þar sem margar tillögurnar þóttu mjög góðar og vel úthugsaðar er ljóst að dómnefndar bíður starf sem er mun viðameira en svo að það verði unnið á svo skömmum tíma.
Í stað þess að einráð dómnefnd velji nafn, hefur nefndin undanfarna daga valið bestu orðin úr tillögunum og ætlar að efna til vefkosningar á því hvað almenningi finnst besta orðið. Kosningin hefst á á morgun mánudaginn 6. október og verður inni á vef Aha.is og stendur yfir til fimmtudagsins 9. október, en síðdegis næsta dag, föstudaginn 10. október verður sigurvegari og nýtt orð kynnt.
Aha.is fór í loftið í apríl 2011 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Í dag er síðan með 60.000 viðskiptavini og býður upp á ný tilboð daglega, fleiri þúsund vörur í netverslun sinni og nú þann möguleika að panta mat á netinu, að því er fram kemur í tilkynningu.
Mynd: aðsend
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






