Freisting
Platini sólginn í grindvískan saltfisk
Knattspyrnuhetjan Michel Platini spurði sérstaklega eftir því hvort hann gæti fengið saltfisk úr Grindavík, til að taka með sér heim, þegar hann var staddur hér á landinu á dögunum.
Hann var hér sem heiðursgestur KSÍ þegar undirritaðir voru samstarfssamningar við sjö fyrirtæki undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum.
Platini komst í kynni við saltfisk frá Þorbirni-Fiskanesi fyrir tveimur árum þegar hann var staddur hér á landi. Hafði hann orð á því að þetta væri sá besti fiskur sem hann hefði nokkru sinni fengið.
Jónas Þórhallsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur og starfsmaður Þorbjörns-Fiskaness, gekk strax í málið og útvegaði léttsöltuð þorskflök. Voru þau fryst svo Platini gæti tekið þau með sér í flug. Samkvæmt því sem kemur fram í frétt á vef Grindavíkurbæjar, fékk Platini einnig í farteskið nokkrar tillögur um það hvernig best væri að matreiða fiskinn góða.
Greint frá á vf.is
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólatilboð á Segers vörum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vetrardrykkir frá Lavazza