Freisting
Platini sólginn í grindvískan saltfisk
Knattspyrnuhetjan Michel Platini spurði sérstaklega eftir því hvort hann gæti fengið saltfisk úr Grindavík, til að taka með sér heim, þegar hann var staddur hér á landinu á dögunum.
Hann var hér sem heiðursgestur KSÍ þegar undirritaðir voru samstarfssamningar við sjö fyrirtæki undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum.
Platini komst í kynni við saltfisk frá Þorbirni-Fiskanesi fyrir tveimur árum þegar hann var staddur hér á landi. Hafði hann orð á því að þetta væri sá besti fiskur sem hann hefði nokkru sinni fengið.
Jónas Þórhallsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur og starfsmaður Þorbjörns-Fiskaness, gekk strax í málið og útvegaði léttsöltuð þorskflök. Voru þau fryst svo Platini gæti tekið þau með sér í flug. Samkvæmt því sem kemur fram í frétt á vef Grindavíkurbæjar, fékk Platini einnig í farteskið nokkrar tillögur um það hvernig best væri að matreiða fiskinn góða.
Greint frá á vf.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





