Smári Valtýr Sæbjörnsson
Siggi og Stulli gestakokkar í Finnlandi
![Stund á milli stríða Food camp matreiðslumennirnir ásamt aðstoðarmönnum á sameiginlegum kvöldverði Sjá má Sturla og Sigurð hér fyrir miðju](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/08/food_camp.jpg)
Stund á milli stríða
Food camp matreiðslumennirnir ásamt aðstoðarmönnum á sameiginlegum kvöldverði
Sjá má Sturla og Sigurð hér fyrir miðju
Í dag hefst viðburður í Finnlandi þar sem unnendur matar, drykkjar og list hittast og er þetta í fyrsta sinn sem að þessi viðburður er haldin sem heitir Food Camp. Það er finnski Bocuse d’Or dómarinn Pekka Terävä sem á veg og vanda að skipulagningu á viðburðinum sem hefst eins og áður segir í dag og lýkur á laugardaginn 30. ágúst næstkomandi. Pekka Terävä á og rekur Michelin veitingastaðinn Olo í Helsinki og annan veitingastað er nefnist Emo.
Viðburðurinn fer fram í listagalleríinu – Serlachius Museum Gösta í Mänttä, sunnarlega í finnlandi og eru 9 matreiðslumenn sem taka þátt sem koma til með að bjóða upp á níu rétta hátíðarkvöldverð og verður hver og einn með sinn rétt. Sætafjöldi er takmarkaður og miðaverð er 452,60 evrur eða um 70 þúsund krónur íslenskar.
Sigurður Helgason Bocuse d´Or keppandi og íslenski Bocuse d´Or dómarinn Sturla Birgisson eru á meðal gestakokkana, en þeir koma til með að bjóða upp á millirétt sem saman stendur af Villiönd með kóngasveppum úr Skorradal, rjúpusósu, þurrkuð aðalbláber, íslensk einiber, blóðberg og grenilolíu.
Hér má sjá myndband um Food Camp:
Hópmynd: af facebook síðu Food Camp
Aðrar myndir, instagram: Sigurður Helgason
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður