Smári Valtýr Sæbjörnsson
Siggi og Stulli gestakokkar í Finnlandi

Stund á milli stríða
Food camp matreiðslumennirnir ásamt aðstoðarmönnum á sameiginlegum kvöldverði
Sjá má Sturla og Sigurð hér fyrir miðju
Í dag hefst viðburður í Finnlandi þar sem unnendur matar, drykkjar og list hittast og er þetta í fyrsta sinn sem að þessi viðburður er haldin sem heitir Food Camp. Það er finnski Bocuse d’Or dómarinn Pekka Terävä sem á veg og vanda að skipulagningu á viðburðinum sem hefst eins og áður segir í dag og lýkur á laugardaginn 30. ágúst næstkomandi. Pekka Terävä á og rekur Michelin veitingastaðinn Olo í Helsinki og annan veitingastað er nefnist Emo.
Viðburðurinn fer fram í listagalleríinu – Serlachius Museum Gösta í Mänttä, sunnarlega í finnlandi og eru 9 matreiðslumenn sem taka þátt sem koma til með að bjóða upp á níu rétta hátíðarkvöldverð og verður hver og einn með sinn rétt. Sætafjöldi er takmarkaður og miðaverð er 452,60 evrur eða um 70 þúsund krónur íslenskar.
Sigurður Helgason Bocuse d´Or keppandi og íslenski Bocuse d´Or dómarinn Sturla Birgisson eru á meðal gestakokkana, en þeir koma til með að bjóða upp á millirétt sem saman stendur af Villiönd með kóngasveppum úr Skorradal, rjúpusósu, þurrkuð aðalbláber, íslensk einiber, blóðberg og grenilolíu.
Hér má sjá myndband um Food Camp:
Hópmynd: af facebook síðu Food Camp
Aðrar myndir, instagram: Sigurður Helgason
![]()
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu










