Keppni
Vínþjónn Íslands 2008
Í gær fór fram keppni um titilinn Vínþjónn Íslands 2008. Í þetta sinn voru sex manns sem kepptu. Keppnin fór þannig fram að fyrir hádegi var skriflegt próf í vínfræði og skriflegt blindsmakk á fjórum vínum og tveimur sterkum drykkjum.
Eftir hádegið fór verklegi hlutinn fram og var þá keppt í umhellingu og þjónustu á rauðvíni, munnlegu blindsmakki, og leiðréttingu á vínlista. Það voru, eins og áður sagði sex keppendur, þrír karlar og þrjár konur og það voru konurnar sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin.
Vínþjónn Íslands 2008 er Elísabet Alba Valdimarsdóttir VOX og í öðru sæti var Moa Karlsson Perlunni. Í þriðja sæti varð Linda Rós Einarsdóttir frá Perlunni.
Til gamans má geta að þær Moa og Linda eru að læra fræðin sín í Vínþjónaskóla í Halmsted í Svíþjóð og útskrifast næsta vor 2009, en þær eru núna í starfsþjálfun í Perlunni.
Aðrir keppendur voru:
Gunnlaugur Siggi Hannesson, Perlunni
Styrmir Örn Arnarsson, Perlunni
Elías Fannar Hjartarsson, Perlunni
Fyrir utan Gunnlaug og Ölbu, þá voru allir að keppa í fyrsta sinn.
Mynd; Matthías Þórarinsson, matreiðslumaður
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






