Keppni
Ætlar þú að mæta í dag á Hótel Holt og fylgjast með úrslitunum í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands?
Í dag á milli 15:00 – 18:00 fara fram úrslitin í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands sem haldin verður á Gallery Restaurant Hótel Holti. Keppnin er ný af nálinni en hún hefur engu að síður vakið þó nokkra athygli og frábær viðbót í flóru matreiðslukeppna hér á landi.
Samhliða keppninni í dag ætlar Friðgeir Ingi yfirkokkur á Gallery Restaurant Hótel Holti að bjóða gestum upp á smakk af úrvals Frönsku hráefni ásamt því að vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière í Muscadet svæðinu (Loire héraðinu) mun gefa smakk og kynna sína framleiðslu.
Ég vil hvetja matreiðslumenn til að mæta í göllunum og fylgjast með keppninni eða bara sýna sig og sjá aðra. Allt hjálpar þetta til við að gera svona viðburði stærri og skemmtilegri og tryggir það að keppnir sem þessi verða haldnar oftar.
Þeir sem keppa til úrslita eru:
- Jónas Oddur Björnsson, matreiðslumaður á Vox.
- Óli Már Erlingsson, matreiðslumaður á Fiskfélaginu.
- Stefán Eli Stefánsson, matreiðslumaður á Perlunni.
Mynd: aðsend
Með bestu kveðju
Steinn Óskar
Umsjónarmaður keppninnar

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni