Markaðurinn
Keppt um besta pastadiskinn
Rustichella kynnir Veitingahúsið Primo Ristorante, Hagkaup og Eggert Kristjánsson hf. halda uppskriftasamkeppni undir merkjum Rustichella.
Uppskriftasamkeppnin fer þannig fram að áhugasamir senda inn uppskriftir sínar á www.primo.is/pasta. Þar skráir fólk sig til leiks á þar til gerðu formi
, segir Páll G. Arnar sölustjóri Eggerts Kristjánssonar hf, sem er umboðsaðili Rustichella pasta á Íslandi.
Skilyrði fyrir þátttöku er að pastað sem notað er í uppskriftinni sé frá Rustichella sem fæst í Hagkaup
, útskýrir Páll. Uppskriftirnar eru í framhaldinu dæmdar af dómnefnd sem skipuð er matreiðslumönnum frá Primo, Hagkaup og Rustichella.
Dómnenfndin velur fimm til átta uppskriftir sem hún telur skara fram úr. Þær eru síðan matreiddar af matreiðslumönnum Primo og dómnefndin velur þær uppskriftir sem skipa þrjú efstu sætin
, lýsir Páll. Þátttakendur geta einnig sent inn myndbönd við framleiðslu á pastaréttum sínum en veitt verða sérstök verðlaun fyrir skemmtilegast myndbandið.
Vinningar í keppninni eru glæsilegir
Fyrsti vinningur er flugferð fyrir tvo til Ítalíu með Icelandair en einnig verða veittir vinningar fyrir annað og þriðja sæti. Þá gæti sá réttur sem sigrar endað á matseðli Primo Ristorante. Veitingastaðurinn var stofnaður á síðasta ári að Grensásvegi 10. Hann er með ítölsku yfirbragði og notar eingöngu Rustichella pasta á matseðli sínum.
Skilafrestur er til 10. maí og verða úrslit kunngerð 15.maí.
Gæðapasta
- Rustichella var stofnað í smábænum Penne 1924.
- Sérvalið og viðurkennt durum hveiti er notað en það er með hátt prótíninnihald.
- Gamlar framleiðsluaðferðir eru notaðar og hágæða hráefni.
- Hæg þurrkun tryggir rétt bragð og raka. Pastað þrefaldar sig í þyngd við suðu.
- Notuð eru bronsmót til að tryggja hrjúft yfirborð svo sósur, krydd og olíur loði betur við pastað.
- Semolina blandað fjallavatni gefur frábæra áferð og bragð.
- Hefðir og tækninýjungar vinna vel saman við að framleiða vöru af hæsta gæðaflokki.
- Hugað er að sjálfbærni í vali umbúða og lágmarks notkun umbúðaefnis.
- Umbúðir eru 100% endurvinnanlegar og náttúrulegt blek notað í merkingar.
- Skilafrestur á www.primo.is/pasta er til 10. maí. Úrslit verða kunngerð 15. maí.
Fleira tengt efni:
Uppskriftaleik er lokið | Sigurvegari hefur verið valinn
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Veitingarýni4 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
vala
25.05.2014 at 15:36
Er býið að birta úrslitin úr Primo uppskriftarkeppninni? Ef svo er, hvar er hægt að sjá það? Ég finn ekkert um það sjálf