Uppskriftir
Rabarbaratímabilið er komið: Prófaðu þennan ferska sumarkokteil
Það er fátt meira sumar í glasi en ferskur íslenskur rabarbari – og nú þegar tímabilið er í hámarki, er tilvalið að nýta þessa töfrandi súrsætu plöntu í skapandi drykki.
Hér er glæsilegur og svalandi kokteill sem nýtir íslenska 64°Rabarbara líkjörinn sem aðalhráefni og slær í gegn á hvaða sumarboði sem er.
Hráefni:
25 ml 64° Rabarbara líkjör
25 ml Tripple sec
30 ml ferskur sítrónusafi
45 ml goji safi
Sódavatn til að fylla upp í
Aðferð:
Setjið líkjör, triple sec, sítrónusafa og goji safa í hristara með klaka.
Hristið vel í 10–15 sekúndur þar til drykkurinn er vel kaldur.
Hellið í hátt glas með ferskum klökum.
Fyllið upp með sódavatni og hrærið létt.
Skreytið með rabarbarasneið eða sneið af sítrónu – tilvalið líka að nota æt blóm eða örlítið af piparmyntu fyrir sumarfíling.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






