Markaðurinn
Ekran fær lífræna vottun – Styrkir stöðu sína á markaði með sjálfbæra nálgun
Ekran er nú með vottun fyrir því að mega flytja inn, eiga í vöruhúsi, selja og markaðssetja lífrænar vörur samkvæmt vottunarstofunni Tún. Tún er faggild vottunarstofa og hefur sinnt úttektum og vottunum á sjálfbærum nytjum lands og sjávar í tæp 30 ár. Markmið lífrænnar vottunar er að leiða til sjálfbærrar ræktunar, fjölbreytileika í úrvali hágæðavöru, umhverfisverndar, líffræðilegrar fjölbreytni, dýravelferðar, trúverðugleika og neytendaverndar.
Ekran leggur áherslu á fjölbreytt vöruúrval og hefur úrval lífrænna vara aukist í takt við trend síðustu ára um að hafa val til þess að versla lífrænt. Lífrænar vörur eru ekki aðeins betri fyrir heilsuna heldur einnig jörðina okkar. Lífrænar vörur eru hannaðar til að viðhalda heilleika matvæla með því að lágmarka notkun gerviefna og stuðla að náttúrulegum valkostum. Skoðaðu lífrænar vörur í vöruúrvali Ekrunnar hér.

-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag