Keppni
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
Á degi heilags Patreks fóru fram úrslitin í Jameson kokteilakeppninni Dublin Meets Reykjavík í samstarfi Barþjónaklúbbs Íslands og Mekka þar sem 10 keppendur komu saman og kepptu sín á milli.
Sjá einnig: Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
Úrslit
Þar stóð Heimir Morthens frá Drykk bar uppi sem sigurvegari með drykkinn sinn Irishman.
Í öðru sæti var Imad El Moubarik frá Coffee & Cocktails með drykkinn sinn Northern Celt.
Í þriðja sæti varð Grétar Matthíasson frá Blik Bistro með drykkinn sinn Lets have Jameson
Markmið keppenda var að nota Jameson viskí frá Dublin á Írlandi og tengja það við Ísland með einhverjum hætti.
Sjá einnig: Litrík helgi framundan: Hér eru staðirnir sem fagna heilögum Patrek með stæl
Sigurdrykkurinn
Sigurdrykkinn er hægt að fá á Drykk bar í Pósthús Mathöll út marsmánuð, en hann inniheldur:
Jameson Caskmates Stout Edition
Shanky´s Whip
Guinness Reduction
Brown Sugar Syrup
Salt lausn
Súkkulaði Bitter
Myndir og vídeó
- Úrslit kynnt með tilþrifum. Það voru Steinþór Einarsson vörumerkjastjóri Mekka og Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands sem afhentu verðlaunin
- Dómarar
- Keppendur
- Heimir Morthens hlaut í vinning, ferð til Dublin á Írlandi, VIP aðgang að Jameson Distillery, Jameson vörur, eignabikar ofl.
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup





















































