Markaðurinn
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf

Halla Tómasdóttir veitir viðurkenninguna á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Með henni á myndinni er Rúnar Ingi Guðjónsson kjötiðnaðarmeistari, Jóna Jónsdóttir mannauðsstjóri og Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mennta- og barnamálaráðherra.
Kjarnafæði Norðlenska tók þátt í Starfamessu sem haldin var í Háskólanum á Akureyri 13. mars sl. Þar var kynnt nám í kjötiðn sem fyrirtækið býður upp á í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Það voru þau Rúnar Ingi Guðjónsson og Elínborg Bessadóttir sem kynntu námið á Starfamessunni. Rúnar Ingi er kjötiðnaðarmeistari og hefur umsjón með náminu fyrir hönd fyrirtækisins og Elínborg er á lokametrunum með að klára námið, stefnir á að taka sveinspróf í vor.
Þess má geta að nýlega veitti Nemastofa atvinnulífsins Kjarnafæði Norðlenska viðurkenningu fyrir góðan árangur í þjálfun og kennslu nema á vinnustað. Það var Halla Tómasdóttir sem veitti viðurkenninguna á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í febrúar 2025.
Hér að neðan er kynningarmyndband sem var gert í tengslum við veitingu viðurkenningarinnar.
Einnig er tengill á upplýsingar um nám í kjötiðn. Námið verður ekki í boði hjá VMA haust 2025 en velkomið er að hafa samband við Kjarnafæði Norðlenska til að skoða möguleika á að koma á námssamning og hefja verklegt nám. Tengill á atvinnuumsókn er hér að neðan.
Kjötiðn | Verkmenntaskólinn á Akureyri
Mynd: kjarnafaedi.is

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Drykkur býður í heimsókn til Stockholms Bränneri
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Viltu vinna sem kokkur á fallegum stað? Fosshótel Stykkishólmur býður þér tækifæri!