Markaðurinn
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf

Halla Tómasdóttir veitir viðurkenninguna á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Með henni á myndinni er Rúnar Ingi Guðjónsson kjötiðnaðarmeistari, Jóna Jónsdóttir mannauðsstjóri og Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mennta- og barnamálaráðherra.
Kjarnafæði Norðlenska tók þátt í Starfamessu sem haldin var í Háskólanum á Akureyri 13. mars sl. Þar var kynnt nám í kjötiðn sem fyrirtækið býður upp á í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Það voru þau Rúnar Ingi Guðjónsson og Elínborg Bessadóttir sem kynntu námið á Starfamessunni. Rúnar Ingi er kjötiðnaðarmeistari og hefur umsjón með náminu fyrir hönd fyrirtækisins og Elínborg er á lokametrunum með að klára námið, stefnir á að taka sveinspróf í vor.
Þess má geta að nýlega veitti Nemastofa atvinnulífsins Kjarnafæði Norðlenska viðurkenningu fyrir góðan árangur í þjálfun og kennslu nema á vinnustað. Það var Halla Tómasdóttir sem veitti viðurkenninguna á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í febrúar 2025.
Hér að neðan er kynningarmyndband sem var gert í tengslum við veitingu viðurkenningarinnar.
Einnig er tengill á upplýsingar um nám í kjötiðn. Námið verður ekki í boði hjá VMA haust 2025 en velkomið er að hafa samband við Kjarnafæði Norðlenska til að skoða möguleika á að koma á námssamning og hefja verklegt nám. Tengill á atvinnuumsókn er hér að neðan.
Kjötiðn | Verkmenntaskólinn á Akureyri
Mynd: kjarnafaedi.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





