Vertu memm

Freisting

7000 skoskar rjúpur í jólamatinn

Birting:

þann

Tæplega 7000 skoskar rjúpur verða til sölu í íslenskum matvöruverslunum fyrir jólin. Það er þó ekki nóg til að anna eftirspurn, segir innflytjandi. Á boðstólum eru einnig danskar villiendur.

Fyrirtækið Sælkeradreifing flytur inn rjúpur frá Skotlandi og verða þær flestar seldar í verslunum Hagkaupa og Nóatúns. Heildsöluverð á rjúpu er 1160 krónur stykkið. Fyrir tveimur árum flutti fyrirtækið inn 12.000 rjúpur en í ár og í fyrra fékkst minna af rjúpu en Sælkeradreifing óskaði eftir, segir Gunnar Guðsveinsson sem stýrir innkaupum á kjötvörum fyrir fyrirtækið.

Gunnar segir að fyrirtækið sé með um 40 tegundir af villibráð. Þá hefur fyrirtækið sótt um leyfi til að flytja inn kjöt af sebrahesti, strút og antilópu.

Heimasíða Sælkeradreifingu: www.sd.is

Greint frá á vef Ríkisútvarpsins

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið