Freisting
7000 skoskar rjúpur í jólamatinn
Tæplega 7000 skoskar rjúpur verða til sölu í íslenskum matvöruverslunum fyrir jólin. Það er þó ekki nóg til að anna eftirspurn, segir innflytjandi. Á boðstólum eru einnig danskar villiendur.
Fyrirtækið Sælkeradreifing flytur inn rjúpur frá Skotlandi og verða þær flestar seldar í verslunum Hagkaupa og Nóatúns. Heildsöluverð á rjúpu er 1160 krónur stykkið. Fyrir tveimur árum flutti fyrirtækið inn 12.000 rjúpur en í ár og í fyrra fékkst minna af rjúpu en Sælkeradreifing óskaði eftir, segir Gunnar Guðsveinsson sem stýrir innkaupum á kjötvörum fyrir fyrirtækið.
Gunnar segir að fyrirtækið sé með um 40 tegundir af villibráð. Þá hefur fyrirtækið sótt um leyfi til að flytja inn kjöt af sebrahesti, strút og antilópu.
Heimasíða Sælkeradreifingu: www.sd.is
Greint frá á vef Ríkisútvarpsins

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt4 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala
-
Markaðurinn2 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk