Viðtöl, örfréttir & frumraun
25-28 þúsund gestir hjá Bonefish borða vikulega íslenska eldisbleikju
Einar Geirsson matreiðslumeistari á Akureyri hefur unnið fyrir Samherja við að markaðssetja eldisbleikju sem fyrirtækið framleiðir hér á landi.
Veitingahúsakeðjan Bonefish í Bandaríkjunum hefur tekið bleikju frá Samherja á matseðil sinn og segir Einar að nú fari mörg tonn af bleikjuflökum í hverri viku út til fyrirtækisins. Samherji er stærsti eldisframleiðandi á bleikju í heiminum. Bleikjueldi fyrirtækisins er í Grindavík (Íslandsbleikja) og í Öxarfirðinum (Silfurstjarnan). Mest er flutt út ferskt í flugi til Bandaríkjanna og svo einnig til Evrópu.
Einar hefur unnið fyrir Samherja í nokkur ár, farið á sjávarútvegssýningarnar í Brussel í Belgíu og Boston í Bandaríkjunum, eldað þar eldisbleikju og kynnt uppskriftir. Þá er einnig fyrirhugað að kynna bleikjuna á alþjóðlegri veitingahúsasýningu í Lyon í Frakklandi í byrjun næsta árs. „Bonefish er, eins og nafnið bendir til, veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í fiski. Ég og tveir fulltrúar frá Samherja fengum 15 mínútur með fulltrúum keðjunnar til kynna eldisbleikjuna fyrir þeim. Ég eldaði handa þeim morgunmat úr bleikju, sem þeim líkaði mjög vel. Í kjölfarið fórum við í höfuðstöðvar fyrirtækisins í Florída, þar sem m.a. er starfrækt tilraunaeldhús. Þar kynntum við fyrir fulltrúum fyrirtækisins 10 útfærslur af bleikjuuppskriftum og í framhaldinu tóku þeir fjóra rétti á sinn matseðil.“
Einar segir að þetta hafi gengið svo vel að nú fari mörg tonn af flökum til Bonefish í hverri viku og fyrirtækið ætlar að halda áfram með einn bleikjurétt á sínum matseðli. „Miðað við það sem flutt er út reiknast mér til að 25-28 þúsund gestir staðarins víða í Bandaríkjunum borði eldisbleikju í viku hverri.“ Úti í heimi er stór og mikill markaður fyrir eldisbleikju. Bleikjan er mun dýrari en laxinn og almennt talin betri matfiskur en hins vegar mun minna þekkt. „Það þarf hins vegar að fá fólk til að trúa því hversu góð vara eldisbleikjan er og hana er hægt að elda á marga vegu,“ sagði Einar.
Greint frá á Vikudagur.is
Mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson | [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana