Freisting
100 starfsmenn Glitnis í mat fyrir 500
|
Glitnir gladdi starfsmenn sína í síðustu viku með þeim fréttum að bankinn ætlaði að bjóða þeim út að borða í Súlnasal Hótels Sögu.
Fyrir mistök gleymdist að láta þá starfsmenn, sem sóttust eftir að komast að, vita að þeim stæði til boða glæsilegur kvöldverður í einum af glæsilegustu veislusölum landsins.
Samkvæmt heimildum 24 stunda var fjöldapóstur sendur til starfsmanna og þeim tjáð að rúmlega 500 manns kæmust að í kvöldverðinum og að þeir fyrstu sem svöruðu póstinum kæmust að. Þeir sem svöruðu fengu hins vegar aldrei að vita að þeir kæmust og töldu því flestir að kvöldverðurinn stæði þeim ekki til boða. Heimildir 24 stunda herma að um 100 manns hafi tekið sénsinn og mætt í Súlnasal, en Glitnir hafði pantað mat og drykk fyrir rúmlega 500 manns, en þetta kemur fram í blaðinu 24 stundum í dag.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý