Markaðurinn
Vörukynning MENU
Dagana 10. september til 12. september n.k. mun Eggert Kristjánsson hf. standa fyrir kynningu með ítalska fyrirtækinu MENU. Matreiðslumeistarinn Tomasso Ruggieri sem er mörgum matreiðslumönnum hér á landi kunnur mun sjá um kynningarnar ásamt matreiðslumönnum/sölufulltrúum EK.
Kynntar verða þær frábæru vörur sem fyrirtækið flytur inn frá MENU og farið yfir þá fjölmörgu möguleika sem vörurnar bjóða upp á. Notast verður einnig við íslenskt hráefni og vörur frá öðrum ítölskum birgjum sem EK á viðskipti við.
Kynningarnar eru ætlaðar viðskiptavinum EK og verður þátttakendum skipt upp í 10-15 manna hópa og mun hver kynning standa í um tvær klukkustundir. Boðið verður upp á úrval rétta á kynningunum ásamt ítölskum vínum sem EK flytur inn.
Nú þegar hafa fjölmargir boðað komu sína og eru því áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst í síma 568 5300 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] í s.l. föstudaginn 6. september. Athugið að takmörk eru á fjölda þátttakenda.
Námskeiðið verður haldið í húsakynnum EK að Skútuvogi 3 í Reykjavík. Tímasetningar hvers násmkeiðs verða sem hér segir:
Þriðjudagur 10.09. kl. 15:00–17:00
Miðvikudagur 11.09. kl. 11.00–13:00 og 15:00–17:00
Fimmtudagur 12.09. kl. 11:00-13:00 og 15:00-17:00
Starfsmenn EK munu senda upplýsingar um tímasetningar til þátttakenda n.k sunnudag eftir að raðað hefur verið í hópa. Hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Eggerts Kristjánssonar hf.
-
Bocuse d´Or24 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn1 dagur síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







