Markaðurinn
Vörukynning MENU
Dagana 10. september til 12. september n.k. mun Eggert Kristjánsson hf. standa fyrir kynningu með ítalska fyrirtækinu MENU. Matreiðslumeistarinn Tomasso Ruggieri sem er mörgum matreiðslumönnum hér á landi kunnur mun sjá um kynningarnar ásamt matreiðslumönnum/sölufulltrúum EK.
Kynntar verða þær frábæru vörur sem fyrirtækið flytur inn frá MENU og farið yfir þá fjölmörgu möguleika sem vörurnar bjóða upp á. Notast verður einnig við íslenskt hráefni og vörur frá öðrum ítölskum birgjum sem EK á viðskipti við.
Kynningarnar eru ætlaðar viðskiptavinum EK og verður þátttakendum skipt upp í 10-15 manna hópa og mun hver kynning standa í um tvær klukkustundir. Boðið verður upp á úrval rétta á kynningunum ásamt ítölskum vínum sem EK flytur inn.
Nú þegar hafa fjölmargir boðað komu sína og eru því áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst í síma 568 5300 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] í s.l. föstudaginn 6. september. Athugið að takmörk eru á fjölda þátttakenda.
Námskeiðið verður haldið í húsakynnum EK að Skútuvogi 3 í Reykjavík. Tímasetningar hvers násmkeiðs verða sem hér segir:
Þriðjudagur 10.09. kl. 15:00–17:00
Miðvikudagur 11.09. kl. 11.00–13:00 og 15:00–17:00
Fimmtudagur 12.09. kl. 11:00-13:00 og 15:00-17:00
Starfsmenn EK munu senda upplýsingar um tímasetningar til þátttakenda n.k sunnudag eftir að raðað hefur verið í hópa. Hlökkum til að sjá ykkur.
Starfsfólk Eggerts Kristjánssonar hf.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu







