Veitingarýni
Villigæsaborgarinn á Fabrikkunni
Þeir kalla hann Heiðar og er þetta 4 árið sem þeir bjóða upp á hann, ég smakkaði hann fyrst 2012 eins og þið getið lesið með því að smella hér og lék mér forvitni á hvort eitthvað hefði breyst.
Svo einn daginn skellti ég mér þar inn og pantaði Heiðar og bað um að fá gráðostasósu með, minnugur þess fyrir 2 árum er ég fékk tómatsósu með.
Svo kom borgarinn á borðið og það fyrsta sem ég tók eftir var að framsetningin á honum var nánast eins og fyrir 2 árum og tel ég það merki um að stöðugleiki í eldhúsinu sé í góðu jafnvægi.
Hamborgarinn var mjög góður á bragðið og maður fann fyrir fínu kjöti, sætu perunni, bláberjasultunni, rjómaostinum og fabrikkusósunni og gráðostasósan upp á móti sætu kartöflunum. Allt small þetta vel saman, eina sem mér fannst ofaukið var fabrikkusósan og myndi ég mæla með að sleppa henni, en í staðinn myndu þeir fabrikkubræður hafa samband við Úlfar Finnbjörnsson villibráðar sérfræðing og fá hann til að búa til kalda villibráðarsósu, sem hægt væri að setja á borgarann til að magna upp villibragðið, sem er eiginlega það sem vantar til að gera þennan rétt sannarlega villibráðarskyndibiti.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini











