Foodexpo
Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 | Horfðu á fagnaðarlætin hér
Í dag fór fram Norðurlandakeppnin í matreiðslu í Herning í Danmörku þar samankomnir allir helstu matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.
Viktor Örn Andrésson keppti fyrir hönd Ísland og hreppti 1. sætið, glæsilegur árangur og til hamingju.
Keppt var í bæði Matreiðslumaður Norðurlanda (Senior chef) og í hópi yngri matreiðslumanna (Junior chef) í sömu keppni þar sem Óðinn Birgir Árnason keppti fyrir hönd Ísland. Alls voru 10 keppendur sem kepptu, en úrslit úr þessum báðum flokkum var kynnt á keppnissvæðinu í dag og eru eftirfarandi:
Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):
- sæti – Viktor Örn Andrésson, Ísland
- sæti – Fredrik Andersson, Svíþjóð
- sæti – Michael Pedersen, Danmörk
Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Junior chef):
- sæti – Eric Seger, Svíðþjóð
- sæti – Mats Ueland, Noregur
- sæti – Anders Rytter, Danmörk
Heildarúrslit í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 var kynnt á sameiginlegum kvöldverði nú rétt í þessu og kom úrslitin nú engum á óvart, að Viktor Örn Andrésson er Matreiðslumaður Norðurlanda 2014.
Hér að neðan má horfa á myndband þegar úrslitin voru kynnt á keppnissvæðinu í Matreiðslumaður Norðurlanda 2014 (Senior chef):
Til gamans má geta að þetta er í annað sinn sem Íslendingur vinnur keppnina, en Ragnar Ómarsson hreppti titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda 2003.
Vídeó: Þráinn Freyr Vigfússon
![]()
-
Bocuse d´Or24 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn1 dagur síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







