Markaðurinn
Vel heppnað námskeið hjá Pekka Pellinen
Finnskt kokteilkvöld var haldið á Borg Restaurant þar sem Pekka Pellinen kokteilsérfræðingur frá Finlandia hannaði flotta drykki í samstarfi við kokteilsérfræðinga Borgar Restaurant. Það var ýmislegt einstakt á þessu kvöldi, Völundur Snær sýndi frábæra takta við ísskúlptur, Finlandia stelpurnar gáfu gestum smakk af hinum ýmsu kokteilum sem Pekka bjó til, meðal annars nokkrum með ís úr vatnajökli sem var sérpantaður fyrir þetta kvöld, kveikt var í flöskum og mikið hrist ásamt hélt plötusnúðurinn Sindri Ástmarsson stemmingunni í lagi.
„Við hjá Mekka vorum mjög heppinn að fá hann Pekka Pellinen Global Brand Mixologic frá Finlandia aftur til landsins til að hjálpa okkur aðeins að byggja upp kokteilmenninguna hér á landi. Tími Pekka var vel nýttur en hann hélt námskeið fyrir yfir 100 barþjóna ásamt fyrirlestri fyrir starfsmenn Vínbúðarinnar og Fríhafnarinnar. Það voru allir sem tóku þátt sammála að vodki er ekki bara vodki og með réttan vodka má búa til skemmtilega drykki og kokteila“, sagði Friðbjörn Pálsson vörumerkjastjóri Mekka Wines & Spirits í samtali við freisting.is.
Ljósmyndari Mekka var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir:
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar














